Baráttukveðjur til Helga!!

sjaldan hefur eitt mál vakið jafnmikla athygli og þetta. Fyrst var auglýst eftir týndum hundi og svo komu fram ''vitni'' sem ''sáu'' 5 (eða 6?) stráka setja hundinn í íþróttatösku og sparka í hann til dauða..

það var ekki búið að finna líkið af hundinum en samt voru allir búnir að dæma þá og þá sér í lagi hann Helga, hann og hans fjölskylda fengu á sig hótanir um líflát og ég veit ekki hvað og hvað.

nú jæja.. svo sást til hundsins, m.a.s. eigandinn var búinn að sjá hann en erfitt var að ná honum. En neinei það var ekki nóg, fólk vildi sannanir, dna, *proof of life* Einmitt.. fólk var tilbúið að dæma Helga áður en líkið af hundinum væri fundið.. en svo var það alls ekki tilbúið að hreinsa nafnið hans fyrr en sönnun lægi fyrir að hundurinn væri á lífiGetLost

en nú er Lúkas kominn heim... Helgi ætlar að kæra og ég þetta er víst fyrsta sinnar tegundar hérna á Íslandi og þá finnst mér mjög mikilvægt að það verði dæmt í þessu máli Helga í hag. Þá er hægt að nota þetta sem fordæmi í framtíðinni. Fólk verður að átta sig á því að þrátt fyrir að vera nafnlaus á spjallsíðum, bloggum o.þ.h. á netinu að þá getur það ekki falið sig bakvið nafnleysi og hótað fólki öllu illu né lagt í einelti..

baráttukveðjur til þín Helgi..Cool


mbl.is Lúkas kominn heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlar hann að kæra af því hann var nafngreindur eða af því hann er hafður fyrir rangri sök?

Sparkaði hann þá í hundinn þar til hann rotaðist í staðin fyrir að drepa hann?

 Voru vitnin að ljúga?

 Hvern ætlar Helgi að kæra?

Hannes Baldursson (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 15:33

2 identicon

hann ætlar kæra fólk fyrir meiðyrði.. það birtust myndir af honum á netinu og bloggið hans og fólk fór að honum og fjölskyldunni hans lífláti og líkamsmeiðingum.

hvað varð um 'saklaus uns sekt er sönnuð'?

ég hef ekki einu sinni séð svona mikinn æsing máli hjá misnotuðu barni!

ég meina kertavaka yfir hundi sem var ekki einu sinni vitað hvort væri dauður??

nei kommon

Elísa (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 15:37

3 identicon

vantaði orðið ''hóta'' þarna á milli;)

Elísa (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 15:38

4 identicon

Góður punktur með börnin Elísa, en ég er viss um að fólk fengi sömu viðbrögð ef einhver misnotaði barn og setti það í bakpoka til að sparka í það.

En það er eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér, ef hann gerði þetta ekki (þe. að setja hundinn í bakpoka og sparka í hann burtséð hvort það hafi drepið hundinn eða ekki) afhverju reif hann kjaft og hótaði öllu illu (líkamsmeiðingum og lífláti) þegar eigandinn hringdi í hann til að spyrja hann út í þetta. 

Ég held það hafi verið þessi viðbrögð sem hafi sannfært eigandann (ef þetta samtal var eins og mér var sagt).

Hannes Baldursson (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 16:04

5 identicon

já það er spurning.. annars man ég ekki eftir að hafa lesið það, en burt séð frá því að þá fannst mér verst að fólk skyldi hóta foreldrum hans.. eitt að hóta honum lífláti en allt annar handleggur að hóta fjölskyldunni, finnst þér ekki?

 og svo með börnin.. jú ég er viss um að það yrði fjaðrafok ef barn yrði sett í poka og sparkað í. En þarf það að gerast  til þess að fólk virkilega láti í sér heyrast um misnotkun á börnum? það finnst mér ansi hart.  Hversu oft höfum við lesið í blöðum og heyrt í fréttum um menn sem fá alltof lítinn dóm fyrir að misnota barn kynferðislega? ekki er haldin kertavaka um allt land til þess að minna á það?

en veistu.. mér finnst þetta mál í kringum þennan hund vera einn stór sirkus ef þú spyrð mig. Eins mikla múgsefjun hef ég sjaldan (ef aldrei) tekið eftir hérna á Íslandi..

Elísa (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 17:09

6 identicon

Helgi er dýr-legur og algjör dýr-lingur. Eða allavegna það sem ég hef heyrt af honum, vona að ég verði ekki kærður.

B (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 20:33

7 identicon

öhm.. ok en þú B: er ekki alveg að skilja innleggið þitt... ert þú sem sagt einn af þeim sem fela sig bak við nafnleysi á netinu en myndir svo aldrei þora að opna munninn  í ''real life''? 

Elísa (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 20:52

8 identicon

Ég skil ekki fólk í dag.Saklaus hundur kominn heim,GOTT MÁL. Maður dæmdur án dóms og laga ,SLÆMT MÁL.

Misnotað Barn, ANDLEGUR DAUÐADÓMUR.

'Eg hef bara aldrey heirt annað eins og þessa umræðu,gerir fólk sér ekki grein fyrir sársauka barnanna sem hafa verið og eru misnotuð?Ég fyrir mitt leiti hefði fegin viljað skipta á poka og spörkum, hefði það getað losað mig undan misnotkun á mínum yngri árum. Ég hefði meira að segja valið dauðann.

Mér finnst fólk þurfi að hugsa aðeins áður en það talar.

XXX (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 21:10

9 identicon

þessi umræða er búin að vera einn stór sirkus frá byrjun til enda, það er það sem ég hef sagt allan tímann... enda hef ég ekki bloggað um þetta mál nema einu sinni sem viðmið og svo núna.. það sem ég hef verið að ræða um við vini og fjölskyldu er bara aðallega það að barnaperrar ganga lausir og fólk jújú pirrast yfir því og dæsir en svo er eitthvað hundskvikindi sem týnist og sögur fara af stað um morð og það verður allt vitlaust! kertavaka til minningar hunds sem ekki ennþá var fundinn

bottom line: finnst þetta vera móðgun við öll önnur fórnarlömb, hvort sem það eru misnotuð börn, ofbeldi á fullorðnum ect...

skil vel að þú sért reið(ur) XXX , vona bara að þú skiljir hvert ég er að fara..

Elísa (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 21:19

10 identicon

Elísa. Ég var ekki að skamma þig,er frekar sammála því sem þú ert að skrifa hér. Já ég verð stundum reið yfir óréttlæti t.d. dómstóla .Maður sem nauðgar barni og skemmir það til langframa situr stittra inni en maður sem stelur eða selur dóp og ég er ekki heldur að mæla því bót.Mér finnst bara að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir,sama hvort við göngum á tveimur eða fjórum fótum.        Vinir?

XXX (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 22:01

11 identicon

XXX vinir

ps. hef einmitt mjög oft notað þennan frasa að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir

Elísa (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband