konur með völd? veit ekki...

einu sinn máttu konur ekki kjósa, nei nei það var bara bannað af því að karlpeningurinn sagði það! En kellurnar gáfust ekki upp og börðust fyrir rétti sínum sem þær svo unnu og fengu að kjósa og auðvitað var þetta sigur fyrir kvenþjóðina.

Í dag eru samt konur ennþá að berjast; hærri laun, fleiri konur í valdastöður og þess háttar. Stundum er svo mikil barátta að það mætti halda að þær verði ekki ánægðar fyrr en þær taka yfir heiminn!    En eitt skal ég segja ykkur; ég er ekkert viss um að ég vilji hafa of margar konur í valdastöðu í þjóðfélaginu.. stundum finnst mér það vera þannig að þegar konur hafa  völd yfir einhverju (eða einhverjum) að þá tapa þær sér, bara gjörsamlega tapa glórunniShocking

Þá komum við að kjarna málsins: það er nefnilega eitt sem að konur (í flestum tilvikum) hafa mestu völdin; börnin þegar barn kemur í heiminn og foreldrar eru ekki saman eða skilja að þá er það nú yfirleitt þannig að börnin búa hjá mömmunni og fólki finnst það svo sjálfsagt, getur einhver sagt mér af hverju það er sjálfsagðara? Er það bara þannig að mömmur eru betri foreldrar? ha? í alvöru?

En aðalmálið sem ég er að reyna að æla útúr mér eru forsjárlausu feðurnir; þeir hafa engin völd! Ekki nein, svo einfalt er það! Mamman þarf að skrifa undir pappíra til að sameiginleg forsjá eigi sér stað, en ef hún neitar? sorrí pabbar, ekkert hægt að gera í því. Ef að pabbinn vil fá fullt forræði? möguleiki að fara í mál en mundi hann vinna? líklegast ekki. Mamman þyrfti helst að ganga með sprautu í handleggnum til þess að dómari myndi dæma pabbanum í hag!

Svo eru það barnalögin: ef að pabbinn er ósáttur og ekki hægt að semja við mömmuna þá er hægt að fara til sýslumanns og hann mögulega tekur að sér málið og ákveður, innan marka, fyrir foreldrana hvernig skipulagið á að vera. Og ef að mamman svíkur að þá fær hún dagssektir. Ok.. þetta var víst ákveðinn sigur á sínum tíma.. en haldið þið virkilega að þessar mömmur sem að svíkja fái dagssektir og svo komi bara fólk og taki barnið af henni? nei svo aldeilis ekki! ég veit um hjón þar sem maðurinn á dóttir úr fyrra sambandi og hann hefur ekki fengið að sjá hana í 3 ár þrátt fyrir dómúrskurð um að hann ætti að fá hana reglulega.. finnst ykkur þetta eðlilegt???

Svo eru konur að væla um kynjamisrétti!!Angry ég held að það séu margir pabbar þarna úti sem myndu með glöðu geði skipta við konur og lækka í tekjum ef þeir fengu að hafa börnin meira og jafnvel alltaf.. það er nefnilega bara þannig að karlmenn ráða ekki öllu...Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þú yrðir semsagt ánægðari í múslimaríkjum þarsem konur hafa engan rétt til barna sinna ef maðurinn þeirra ákveður að skilja við þær, eða? það sést bersýnilega á mönnunum og í náttúrunni að börn eru mun háðari móður sinni og yfirleitt er mamman háðari börnunum en pabbinn, en ég er samt sammála þér uppað vissu marki, en mér finnst þú blind að sjá það ekki að karlmenn fara yfirleitt mjög illa með mikil völd. Þessvegna er heimurinn nú svona fokked up einsog hann er. 

halkatla, 1.9.2007 kl. 11:21

2 Smámynd: xena

ég er aðallega að tala um ''völd'' yfir börnum í þessu tilviki en ekki heiminum. En ég er bara búin að verða vitni af og upplifa margt ljótt þar sem að konur misnota vald sitt yfir börnunum og þá er þær ekki að hugsa um börnin. Þegar þær nota börnin til þess að hefna sín á pabbanum eða banna þeim að hittast eða baktala pabbana við börnin að þá get ég ekki séð að þær séu góðar mæður.

Mér finnst einmitt alltof oft fólk setja alla karlmenn undir sama hatt og ákveða það líka að tengslin séu meiri milli móður og barns en föður og barns. En ég hef séð öfugt og mamman er algjörlega að misnota sitt vald og setur hindrun á milli föðurs og barns og já ég var dáltið reið þegar ég skrifaði þessa færslu

xena, 1.9.2007 kl. 11:32

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Þegar karlar fá og vilja bera ábyrgð á börnum sínum til jafns við konur verður jafnrétti einnig á öðrum sviðum.  Það segir sig sjálft.  Þessari hefð verðum við að breyta.  Eitt langar mig þó að benda þér á, þessi réttindi sem þú talar um eru ekki bundin öðru kyninu.  Báðir foreldrar verða að samþykkja sameiginlega forsjá bæði konur og karlar.  Báðir geta neitað.  

Niðurstaðan úr bréfi þínu hlýtur að vera að konur og karlar eru óánægð með þetta kerfi.  Konur vilja hærri laun og betri stöður karlar vilja fá meiri ábyrgð og tíma með börnum sínum. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 1.9.2007 kl. 11:45

4 Smámynd: xena

jú það er rétt hjá þér Matthildur; konur vilja hærri laun og betri stöður og karlar vilja meiri ábyrgð og tíma með börnunum sínum.

Þú bendir á að báðir aðilar þurfa að samþykkja forsjásamning sem er alveg rétt, en það er yfirleitt þannig að mamman komi í veg fyrir það og þá getur faðirinn ekkert gert...

en auðvitað verðum við einhvers staðar að byrja og það eru sko margir pabbar þarna úti sem vilja fá jafna ábyrgð á börnunum sínum og mæðurnar.

xena, 1.9.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband