mér leiðist!!

mér leiðist það mikið að ég er dottin í pælingar um líf útí hinum stóra geimi.

eigum við virkilega að vera það eigingjörn að halda því fram að við séum eina lífið í þessum stóra geimi? ég held ekki. Ég trúi kannski ekki á litlar, slímugar og grænar verur með eitt auga og loftnet á hausnum.. en ég get alveg trúað á vitrænar verur sem lifa einhversstaðar á annarri plánetu. Eigum við að kalla þær geimverur? af hverju ekki? erum við ekki alveg eins geimverur? Við búum í geimnum og erum verur.. ergó; við erum geimverur. En spurningin er bara þessi: eru þá hinar verurnar gáfaðari? ég held að það þurfi nú ekki mikið til þar sem mér finnst mannskepnan verða vitlausari og vitlausari með hverri tækninni sem fundin er upp! Það er ekki nóg að vera bara nógu klár til þess að finna upp hluti - það þarf líka að hafa þroskann í að fylgja því eftir. Það er komið árið 2007 og enn heyjum við stríð! Bush er nútíma Hitler í mínum augum, svo einfalt er það! Þetta stríð í Írak er bara tilgangslaust. það virðist vera að fara á sama veg og Víetnamstríðið.. fyrst voru allri Kanarnir bara veivei og hylltu hetjurnar sem börðust fyrir föðurlandið en svo leið tíminn og fólk fór að átta sig.. svo þegar ''hetjurnar'' komu heim að þá beið þeirra hvað? ekkert - akkúrat ekki neitt. Það var engin skrúðganga sem tók á móti þeim. Það eina sem beið eftir þeim var atvinnuleysi, Stockholmsyndrom, skilnaðir og fleira.

Ég er ekkert endilega að segja að þetta stríð endi nákvæmlega eins en það lítur út fyrir að þetta sé að fara á sömu slóð. Ég fæ hroll í hvert skipti sem ég sé mynd af Bush, heyri röddina hans eða sé hann tala í sjónvarpinu. Þetta er hinn mesti trúður í einum risastórum sirkus.

ok.. ég byrjaði að tala um geimverur en endaði með stríðið. En það sem ég vildi sagt hafa var einfaldlega það að ég trúi á líf fyrir utan Jörðina. Ég vona að þær verur séu þróaðari en við og kannski, hver veit, munu þær koma og kenna okkur sitt hvað sem við virðumst hafa gleymt með öllu þessu lífsgæðakapphlaupi. Og blóðþyrst sem við virðumst vera mætti alveg einhver koma og kenna okkur að slaka á.

Sjáið bara dæmið með hundinn Lúkas; þetta er eitt bjánalegasta mál sem ég hef orðið vitni af hérna á klakanum! Menn voru dæmdir áður en líkið af hundinum var fundið. Nöfn voru birt og lífshótanir komu frá fólki sem á að heita hundavinir! Og hvað? er þetta fólk þá ekki fólksvinir? Það er hræðilegt að misþyrma dýri en kommon... er þetta fólk eitthvað betra en þeir sem misþyrma dýrum þegar það er farið að hóta lífsláti?? held ekki sko. Svo núna er hundurinn fundinn þó það sé ekki búið að ná honum. Og hvar er allt þetta fólk sem lét öllum illum látum? af hverju kemur það ekki fram að biðjast afsökunar? Svo er það besta; kertavakan  sjæse ..FootinMouth tek það fram enn og aftur; það var ekki búið að finna líkið af hundinum en haldin var kertavaka í hverargerði, reykjavík og akureyri.. ég verð að viðurkenna að ég var yfir mig hneyksluð! Ég hef ekki einu sinni séð slíka múgsefjun þegar misnotað barn á í hlut!

en ok.. svona er Ísland í dag og ég bíð eftir að geimverurnar komi og frelsi okkurHalo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð. Haltu áfram að skrifa svona pælingar, gaman að lesa þær en hættu nú að láta þér leiðast. Það er ekki gott fyrir sálina. Njóttu veðursins sem ég sé að er gott hjá þér í dag (MBL)

kv. mútter

Anna Maria (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 12:29

2 identicon

Vá það eru aldeilis pælingar í gangi! Gaman af því.  

Verð að lesa yfir þetta aftur þegar ég er orðin hressari, soldið flókið að lesa mikið með kvebbahaus

Mig er farið að vanta svo að heyra í þér!!! Bjalla í þig um leið og ég treysti mér í almennilegt spjall.

Kveðja Fjóla geimvera 

Fjóla (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 20:19

3 identicon

sammála búss argasti hálf þú veist hvað, skemmtilegar pælingar kveðja karen tútta

karen rakel (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband