akureyri

ok ég er sem sagt flutt til akureyrar eins og flestir vita. Þetta er dáltið skrýtið og ég er enn að venjast. Ég er búin að væla dáltið innra með mér yfir því að þekkja engann hérna buhuhu..Svo vita nú allir hversu erfitt það er að kynnast akureyringum, indælisfólk en það opnar ekki beint heimilið sitt fyrir einhverjum nýjum. Þetta vita nú allir Húsvíkingar....Cool

Nú jæja ég fattaði allt í einu að víst þekki ég eina hérna! Ég var að vinna með henni á Húsavík sumarið 2003.. ég hringdi í hana í dag og fór svo í kaffi til hennar júhú þetta var hápunktur vikunnarTounge hún er tveggjabarna einstæð móðir og er að fara á þriðja ár í lögfræði.. ekkert smá dugleg stelpan! Hún er fyrsti bloggvinur minn þar sem ég er svo ferlega léleg í þessum bloggheimi og kann ekki á eitt né neitt...

eeennn allavega... ég var netlaus í nokkra daga og ákvað því að fara að leita af netkaffihúsi. Var alveg viss um að svoleiðis fyrirbæri væri að finna hérna á höfuðstað Norðurlands en neinei svo er ekki. Ég stoppaði saklausan vegfarenda og hún ræskti sig og sagði ,,þú ert greinilega úr Reykjavík'' uuuhhh ne-hei! ég er ekki úr reykjavík!! og fíflið ég fór að afsaka mig og útskýra fyrir henni að ég væri sko frá Húsavík og tilheyri þar með landsbyggðaþjóðflokknum!Pinch og sko líka það að ég hélt bara það að það væri netkaffihús hérna þar sem að túristar myndu kannski notfæra sér... ég veit ekki hversu mikið þessi saklausi vegfarandi hlustaði á vörnina mína en ég bara varð... veit ekki hvað það er en ég bara vill ekki að fólk haldi að ég sé reykvíkingur. ég bjó þar í 4 ár en það gerir mig ekki að reykvíkingi! Ég er trú mínu fólki og mun alltaf vera það punktur. Landsbyggðafólk skilur hvað ég á við...

er ekkert að reyna að móðga reykvíkinga en hey... svona er þetta bara.

ætla að skrifa meira um flutning minn til ak seinna, verð að fara að góna á tv sem að stýrir lífi mínu þessa dagana...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha ha ha, ji hvað ég sé þetta fyrir mér... Skilgreining á Elísu: 2/3 húsvíkingur, 1/2 /3 reykvíkingur og 1/2 /3 akureyringur... En gott að vita að þú átt vinkonu á akureyri, þær eiga eflaust eftir að verða fleiri með frekari innrás þinni í bæinn

ble ble

Rut (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 11:49

2 identicon

Vildi bara deila með þér að það er netsamband fyrir fartölvueigendur í Pennanum Bókval og hrikalega gott kaffi og meðððí. En þú hefur kannski verið að leita að kaffihúsi með tölvum á staðnum....?

Gunna (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 17:34

3 identicon

jújú Gunna mín, var nefnilega að leita eftir kaffihúsi með tölvum þar sem tölvan mín var ekki ferðatilbúin

Elísa (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband