vei vei vei

jæja - fór í skoðun í morgun og Þórður ákvað að það yrði uppsetning á föstudaginn n.k.Grin Ég þarf bara að sprauta mig með miðnætusprautunni svokallaðri sem ég mun gera í kvöld á slaginu kl 23:00... hún framkallar egglos sem yrði þá á miðvikudaginn og svo mæti ég á Art Medica kl 10:30 og þá verður sett upp hjá mér. Hann ætlar að taka eitt strá úr frysti sem inniheldur tvo fósturvísa en það gæti farið svo að annar (eða báðir) lifa það ekki af.........Pouty en það eru 80% líkur á að þeir lifi.. en ef að annar ''deyr'' þá verður bara settur upp einn, ef að báðir ''deyja'' þá verður annað strá tekið upp sem sýnir líka hversu heppin við erum að eiga 7 fósturvísaCool en við skulum bara vona að báðir lifi af svo að báðir verða settir upp...............

Þetta er bara gaman og ég ætla að reyna að nýta dagana fram að uppsetningu í að byrja að pakka aðeins niður fyrir flutningana því ég mun ekki gera mikið af því eftir upps. Þá verðu meira slakað á. En ég ætla ekki að liggja alveg fyrir eins og ég gerði síðast.. tek fyrstu dagana í ró en ætla svo að vera dugleg að fara meira út úr húsi - enga hlaupatúra sko - bara að heimsækja Fjólu mína og hitta fólk... Það hjálpar örugglega við að dreifa huganum meira.

En nú ætla ég að fara að gera eitthvað af viti..hvað sem það nú verðurWhistling

takk í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æðislegar fréttir. Gott að þú ert með svona bjartsýnann lækni. Gangi þér vel elskan og við hugsum vel til þín. kv. mamma

Anna Maria (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 13:20

2 identicon

Frábært!!  Þórður er bestur.

Ennþá allt í kross hér

Heyri í þér í kvöld eða á morgun 

Fjóla (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 19:22

3 identicon

Hei beib....... Jiiiii hvað þetta er spennó. Ég er komin í svo mikin kross að Davíð greyið kemst ekki einu sinni að............ hehehehhe. Ég veit, ég veit ógeðsleggggga fyndin.

 Hlakka til að heyra í þér á föstudaginn, það verð þá sennilega bara ég sem fæ mér öllara, haha, en það er sko allt í lagi því að ég er svo skemmtileg þegar ég er full?????????? Öhhhmmm.....

LUV from Norge..............

Arna Bjørk Barkardottira (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 21:42

4 identicon

Halló krúttan mín og takk fyrir síðast.

Frábærar fréttir.........þetta fer að gerast ég finn það;)

Mér þykir vænt um þig stelpa.

Þín

Birgitta

birgitta Haukdal (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 23:04

5 identicon

takk elllllskurnar fyrir fallegar kveðjur

mig þykir svo vænt um það!

Elísa (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 23:06

6 identicon

Þetta gerist núna

Gangi þér ofsalega vel og láttu heyra í þér dúllan mín :)

Lov you always

Sigrún (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband