fallegasti árgangurinn!

veivei.. ég er komin með netið - loksins!!!!!

síðustu helgi var ég á bekkjarmóti á Húsavík og þetta var í fyrsta skipti sem ég hef farið á bekkjarmót.. en þetta var ekkert smá gamanSmile við höfðum smá forhitting á föstudagskvöldinu sem ég ætla ekkert að ræða frekar..Whistling

en svo var aðaldagskráin á laugardeginum. Við hittumst öll í Skrúðgarðinum kl 13 og þar fengum við freyðivín í plastglös og skáluðum fyrir okkur af því að við erum svo dásamleg (eða eitthvað svoleiðis).hehe.. við tókum okkur svo smá tíma í að knúsast og kyssast og yfirheyra hvort annað um við hvað við værum að brasa þessa dagana og hversu fabjílös lífið okkar er..

svo var rölt niður í bæ þar sem að við settum ''heimsmet'' í að troðast í melluskotið.. ég ætla ekki að útskýra það nánar.. þetta skilja bara þeir sem eru frá Húsavík..Shocking

nú jæja - svo var farið í barnaskólann og farið í skotbolta og kýló... þá virtust allir hverfa aftur í 4. bekk...need I say more? en hey... ég greip boltannTounge

svo hentum við okkur í rútu og hlustuðum á gamla slagara úr ferðageislaspilara (eins og in ðe óld deis). við burruðum uppí Botnsvatn og köstuðum steinum í vatniJoyful sátum í grasinu og drukkum öllara. Svo var rúntað um meða annars skoðuð þessi fínum hús sem að nokkur af okkur eru að byggja.

og svoooo var farið á ''hólinn'' á kirkjunni og þar var ''brekkusöngur'' Aggi var Árni Johnsen (eða þannig sko..). það var nú gaman hvað við kunnum mikið af lögum...

pása var frá 18 til 20 þar sem við stelpurnar spösluðum í sprungurnar og strákarnir helltu yfir sig ilmandi lykt. Við mættum svo svaka fín uppi á Sölku þar sem við fengum sjávarréttasúpu í forrétt og lamb í aðallrétt *slef*................

hvað get ég sagt meir? fengið sér í glas, farið á trúnó, farið á ball, farið í partý, farið heim og svo tók það mig 2 daga að ná mér almennilega eftir þessa helgi.. en vá hvað það var alveg þess virðiSmile

ég set myndir hmmm... annað hvort á eftir eða á morgun, kemur í ljós hvað ég nenni

 


7 mínútur..

jahérna... er flutt til akureyrar og er netlaus! fæ vonandi netið í næstu viku, er alveg lömuð án þess. En núna er ég stödd á bókasafninu á akureyri og hef 7 mín áður en tíminn klárast... ég hef ekki bloggað síðan 5 júlí enda sé ég að það eru allir búnir að gefast upp á kíkja hérna inn. En ég lofa að ég verð svaka dugleg þegar netið er komið á hjá mér og þá fáið þið akureyskar sögur eða hvernig sem þið viljið kalla það.... ég er of stressuð á tímann til þess að skrifa einhverja riterð. Sjáumst í næstu viku..................vonandi!


það fór sem fór...

það er bara eins og hin skiptin, tókst ekkiFrown akkúrat núna ætti ég kannski ekkert að vera að blogga því ég vill bara finna einhvern leiðinlegan og skamma og rífast.. ég segi nú bara svona..

en það er gott að hafa múttu eins og síðastHeart tengdamamma og tengdapabbi eru líka hjá mér sem gerir þetta ennþá betra eins og hægt er í þessari stöðu. Rikki kemur heim í nótt og það verður gott að fá hann. En við erum búin að vera á fullu að pakka og gengur bara vel. En núna er smá pása fyrir spjall og spennulosun. Kannski blogga ég áður en ég flyt ef ég hef tíma.. en svo verð ég netlaus í smá tíma en það verður bara að hafa það.

þangað til næst......


hef verið frekar löt..

..við að blogga enda mikið að gera og líka ekkert að geraTounge

Hún Sunna mín er hjá okkur. Sótti hana á föstudaginn og við vorum í bænum mestallan daginn að sleikja sólinaCool fórum svo aftur daginn eftir og Alla kom þá með okkur líka. Vorum á Austurvelli þar sem Amnesty International var með tjald og leyfði gestum og gangandi að spreyta sig á að upplifa hvernig farið er með stríðsfanga. Til dæmis var ein aðferðin þannig að þú þurftir að liggja á platta sem hallaði alveg afturá bak og þú þurftir að liggja á bakinu. Því næst var sett handklæði yfir andlitið þitt og svo hellt vatni yfir ...Undecided Kristófer vildi endilega fá að prufa og ég sagði honum bara að spyrja (vissi alveg hvert svarið yrði en vildi að hann fengi að heyra það frá þeim) og auðvitað var þetta ekki fyrir börn því fullorðið fólk hélt ekki út nema í nokkrar sekúndur..ekki skrýtið svo sem. En skoðaði sig um og spurði og spurði. Bað mig um pening til að styrkja þau en ég var bara með kort en Alla átti nokkra aura en svo kom hann tilbaka með nælu sem átti að kosta 1500 kr en þau gáfu honum hana vegna þess hve áhugasamur hann varKissing þetta á alveg við hann. Hann er samt búinn að gefa það út að hann ætli að verða lögfræðingur þegar hann er orðinn stór og fara svo á þingShocking hehe það er gott hjá honum - hann á pottþétt eftir að berjast fyrir góðum málefnumKissing

annars er bara það að frétta að mútta mín er að koma aftur til mín á miðvikudaginn til þess að hjálpa mér að pakka og tengdamútta kemur á fimmtudeginum, þær verða báðar hjá mér..FootinMouth mörgum myndi hrylla við tilhugsunina að hafa báðar mútturnar en mér finnst það æðiGrin

við ætlum líka að fara í lúxusandlitsbað á Nordicahótel,næs! En annars held ég að við verðum bara á fullu að pakka því að Rikki kemur í land á föst (eða fim) og þá flytjum við á mán (eða sun) eftir því hvenær hann kemur í land, en það kemur í ljós á morgun.. jebb þetta fer allt að styttast.. we are leavingBandit

en það þýðir ekkert að babla of mikið svona seint að nóttu, ég læt ykkur allavega vita þegar niðurstöður eru komnar úr glasa, fer í blóðprufu á fim. en verð samt að segja að mín er ekkert rosalega vongóð.. er komin með túrverki og túrhausverkinn, líkaminn er að akta eins og öll hin skiptin.. er nánast að afskrá þetta skiptið líkaFrown

eeen þangað til næst; verið hress, ekkert stress, bless bless


hann á afmæli í dag..

til hamingju með afmælið pabbi!Wizard nú styttist í bláa hárið...Devil


góður dagur;)

jamm þá er ég búin í uppsetningu og báðir fósturvísarnir lifðu af affrystinguna og voru báðir settir uppGrin ég á svo að fara í blóðprufu 5. júlí, þá kemur þetta í ljós.

svo eru nú aðrar góðar fréttir; Kristófer var í beltaprófi í dag fyrir rauða beltið og náði því með glæsibragGrinKissingWizardHeart til hamingju með það elsku kristófer minn!!

já nú ætla ég bara að fara að koma mér vel fyrir í bælinu og taka því rólega.

þangað til næst...................


stóri dagurinn á morgun...

jæja - þá er stóri dagurinn á morgun.. föstudagurinn 22.júníJoyful hef ekkert mikið að segja svo sem er bara að reyna að taka það rólega. Allir að senda straum milli kl 10:30 og 11:30.. þá er sjálf uppsetningin! Elín ætlar að koma með mér - verður varaskeifan þar sem að Rikki er á sjónumSmile og svo ætlar hún Rutla mín (Rut) að keyra Kristófer í strætó seinnipartinn en hann fer til pabba síns. Það er náttúrlega ekki leiðinlegt að eiga svona góða viniKissing

ég blogga aftur á morgun og segi frá öööllu saman - sem hægt er að segja fráTounge

takk í bili!


vei vei vei

jæja - fór í skoðun í morgun og Þórður ákvað að það yrði uppsetning á föstudaginn n.k.Grin Ég þarf bara að sprauta mig með miðnætusprautunni svokallaðri sem ég mun gera í kvöld á slaginu kl 23:00... hún framkallar egglos sem yrði þá á miðvikudaginn og svo mæti ég á Art Medica kl 10:30 og þá verður sett upp hjá mér. Hann ætlar að taka eitt strá úr frysti sem inniheldur tvo fósturvísa en það gæti farið svo að annar (eða báðir) lifa það ekki af.........Pouty en það eru 80% líkur á að þeir lifi.. en ef að annar ''deyr'' þá verður bara settur upp einn, ef að báðir ''deyja'' þá verður annað strá tekið upp sem sýnir líka hversu heppin við erum að eiga 7 fósturvísaCool en við skulum bara vona að báðir lifi af svo að báðir verða settir upp...............

Þetta er bara gaman og ég ætla að reyna að nýta dagana fram að uppsetningu í að byrja að pakka aðeins niður fyrir flutningana því ég mun ekki gera mikið af því eftir upps. Þá verðu meira slakað á. En ég ætla ekki að liggja alveg fyrir eins og ég gerði síðast.. tek fyrstu dagana í ró en ætla svo að vera dugleg að fara meira út úr húsi - enga hlaupatúra sko - bara að heimsækja Fjólu mína og hitta fólk... Það hjálpar örugglega við að dreifa huganum meira.

En nú ætla ég að fara að gera eitthvað af viti..hvað sem það nú verðurWhistling

takk í bili


hann þrjóskast við, blessaður..

já ég er að tala um hann Þórð ''minn'' - besti læknir í heiminum!! Fór sem sagt í skoðun í morgun og eitthvað var nú farið að gerast en ekki nóg.. Hann vildi samt fá mig aftur á mánudaginn - og ef það er farið að líta betur út hjá mér nú þá verður líklegast uppsetning nk. föstudagGrin

ég er allavega ekki búin að gefast upp strax - það er ennþá von! En ég ætla að reyna að halda mínu striki og reyna að hugsa sem minnst um þetta! Hitti Berglindi í morgun og við fórum á Hressó að borða. Það eru ár og aldir (næstum....) síðan við höfum hist! Svo í kvöld ætla ég til hennar og Denni karlinn hennar ætlar að grilla eitthvað gott ofaní okkurCool þetta er eini sjensinn á að hittast að helgi til áður en ég flyt norður því hún er oft að vinna um helgar (og virka daga). Birgitta ætlar líka að kíkja á okkur stöllur - þannig að það verður gaman hjá okkur æskuvinkonunumTounge Og Sigrún mín.. við munum eiga skemmtilegar stundir þegar ég kem norður, þá verður rifjaðar upp gamlar og góðar stundir! Svo er nú planið að heimsækja hana Fjólu mína um helgina og knúsa hana Karen mína í tætlur!!InLove

Jæja, nóg komið af babli.. skrifa meira um helgina og vonandi koma góðar fréttir á mánudaginn.

Allir að krossa putta!!    (þið festist bráðlega með puttana í krossi)

later......................


til hamingju með afmælið!!

til hamingju með afmælið SigrúnarmammaWizard


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband