30.7.2007 | 17:30
úfffff...
..ég er svo þreytt eftir helgina!
en það er svo þess virði.. þetta var æðisleg helgi. Við fórum á kaffi ak, ég Rut og Nína og komum svo heim með vinafólk Nínu og fórum í singstar.. jaha... ætla ekkert að tjá mig um það meir
Ég og Rut fórum svo til Húsavíkur á laugardeginum á mærudaga. Það var ferlega gaman.. Við fórum til spákonu um kvöldið í mjög svo annasömu ástandi..það var líka mjög gaman
það er eiginlega ekki hægt að segja meira um þessa helgi, það er mitt að vita og ykkar ..uh ekki að vita..?
veit ekki hvort ég verði dugleg að blogga næstu daga. Unnur systir Rikka og dóttir hennar eru hjá okkur og svo eru tengdó að flytja til ak á morgun. Fullt að gerast! já svo er verslunarmannahelgin næstu helgi.. svona ef þið hafið ekki tekið eftir því..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.7.2007 | 19:35
ég er svo glöð!
eins og þeir sem mig þekkja vita að ég er nú flutt til akureyrar ásamt kalli og syni. Það hefur ekki verið mikið um að vera hjá mér og stráknum þar sem Rikki er á sjónum og eina vinkonan hérna er í USA. Til stóð að Rut mín ætlaði að kíkja til mín núna um helgina ásamt vinkonu sinni henni Nínu en svo brugðust þau plön..
...hélt ég. Fékk svo hringingu áðan frá Rutlu minni að þær munu koma Kristófer er að fara til Akranes á morgun fram á mánudag þannig að ég er svo spennt!!
já það er svona að vera einmanna á akureyri.. ég get lifað á þessari stelpuhelgi lengi vel. Varð bara að deila þessu með ykkur því ég er svo glöð
ykkur er svo sem nokk sama..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.7.2007 | 14:46
tvær útgáfur?
í gær las ég á spjallvef barnalands frásögn móður þar sem hún segir frá ''prakkarastrik'' 3 ára dóttur sinnar þar sem hún hafði náð í debetkort móður sinnar og skroppið útí sjoppu og keypt nammi. Þetta fannst mömmunni sniðugt því dóttir hennar væri svo úrræðagóð. Misjöfn voru viðbrögðin við því. Mitt í spjallinu segir hún (ja eða amman, hún var líka mætt á spjallið) að þær ætli með þetta í DV. En þá komum við aðalatriðinu; frásögnin í DV og frásögnin á barnalandi finnst mér stangast dáltið á.. og þar sem ég er auli í tölvum náði ég ekki að gera copy/paste af frásögninni þar, en það er nú minnsta mál að kíkja þar inn og lesa hennar sögu þar, þar sem þetta er opinn spjallvefur.
en í meginatriðum segir hún þar að á laugardagsmorgni hafi skottan verið að ýta við sér þar sem hún (mamman) lá sofandi uppí rúmi og beðið um nammi, mamman vildi fá að kúra lengur en lofaði henni pening þegar hún kæmi frammúr. Svo segist hún hafa farið framúr hálftíma seinna og ekki séð barnið en tekur svo eftir stelpunni koma heim með fullan poka af nammi og restin af sögunni er í DV. En það sem hún segir í DV er orðrétt: ,,Hún var búin að vera að potast í mér að fá nammi og ég hafði tekið því eitthvað treglega. Ég skrapp aðeins inn og á meðan laumaðist Harpa Rós (litla stelpan) út í sjoppu''.
ég veit ekki með ykkur, en mér finnst stór munur á því að segjast hafa skroppið aðeins frá og að vera sofandi.. svo segir hún í DV að hún ætli að tala við eiganda sjoppunnar og að hún skilji ekkert í því að afgreiðslufólkið skuli hafa afgreitt barnið með debetkort...
mér finnst hún vera að kasta steinum úr glerhúsi fyrir mínar parta. Ég er sjálf mamma og guð veit að ég hef verið að kúra á meðan minn gutti horfir á barnatímann, að vísu er hann að verða 10 ára ...
ég er ekkert að setja mig á háan stall sem móðir en það sem mér finnst athugavert við þetta allt saman er það að hún skuli fara með þetta í DV og setja útá starfsfólk sjoppunnar án þess að líta í eigin barm.. í umræðunni á barnalandi kemur hún með afsakanir um að sjoppan sé nálægt heimilinu og að þetta sé rólegur staður... fyrirgefðu en ekki heldur fólk að barnaperrar búi bara í reykjavík?
ég veit alveg að það verður örugglega fullt af fólki sem mun argast yfir þessum pælingum mínum en það verður bara að hafa það! mér finnst þetta furðulegt mál og nokk sama þótt einhverjir séu ekki sammála mér..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.7.2007 | 11:49
http://b2.is/?sida=tengill&id=246514
heimskasta þjóð í heimi? jah.. það kemur nú ekki mörgum á óvart held ég..
vona að þessi linkur virki.. en svona í alvöru talað.. ég veit ekki hvort ég á að fara að grenja eða hlæja þegar ég horfi á þetta... ætti maður kannski að verða hræddur? ég meina ..þetta er þjóðin sem að hyllur Bush eins og hann sé Guð og setja bandarísku hermennina á háan stalla og líta á sig sem frelsara heimsins án þess að hafa hundsvit um eitt né neitt um heiminn né hvað er að gerast! einn var spurður hvaða land USA ætti næst að ráðast í og svarið hjá honum var Ítalía!! ok..... svo vita þeir greinilega ekki hverrar trúar Ísraelar eru döhh,..isralien?? jæks.. þetta er bara skuggalegt. En svo var það besta þegar ein var beðin um að nefna eitt land sem byrjar á U og hún (eða var það hann?) sagði Utah..
það er lítið hægt að segja meira, þið verðið bara að horfa á þetta... ef að linkurinn virkar ekki að þá eru þið a.m.k. með slóðina..
have fun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.7.2007 | 15:07
Baráttukveðjur til Helga!!
sjaldan hefur eitt mál vakið jafnmikla athygli og þetta. Fyrst var auglýst eftir týndum hundi og svo komu fram ''vitni'' sem ''sáu'' 5 (eða 6?) stráka setja hundinn í íþróttatösku og sparka í hann til dauða..
það var ekki búið að finna líkið af hundinum en samt voru allir búnir að dæma þá og þá sér í lagi hann Helga, hann og hans fjölskylda fengu á sig hótanir um líflát og ég veit ekki hvað og hvað.
nú jæja.. svo sást til hundsins, m.a.s. eigandinn var búinn að sjá hann en erfitt var að ná honum. En neinei það var ekki nóg, fólk vildi sannanir, dna, *proof of life* Einmitt.. fólk var tilbúið að dæma Helga áður en líkið af hundinum væri fundið.. en svo var það alls ekki tilbúið að hreinsa nafnið hans fyrr en sönnun lægi fyrir að hundurinn væri á lífi
en nú er Lúkas kominn heim... Helgi ætlar að kæra og ég þetta er víst fyrsta sinnar tegundar hérna á Íslandi og þá finnst mér mjög mikilvægt að það verði dæmt í þessu máli Helga í hag. Þá er hægt að nota þetta sem fordæmi í framtíðinni. Fólk verður að átta sig á því að þrátt fyrir að vera nafnlaus á spjallsíðum, bloggum o.þ.h. á netinu að þá getur það ekki falið sig bakvið nafnleysi og hótað fólki öllu illu né lagt í einelti..
baráttukveðjur til þín Helgi..
Lúkas kominn heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
21.7.2007 | 17:55
bænin
Elsku Æðri Máttur (get ekki skrifað Guð þar sem ég veit ekki hvort hann er til)
Væriru til í að troða í mig æðruleysi í smá tíma? ég er orðin svo lónlí á akureyri..
Kristófer er eina manneskjan sem ég tala við hérna á eyrinni og eins yndislegur og hann er að þá er hann samt sem áður bara að verða 10 ára.. og stundum er ég farin að tala við hann eins og hann sé fullorðin vinkona mín og þá er ástandið orðið slæmt...
kannski væri best ef að þú sendir mér vini upp að dyrum? er það nokkuð of mikil tilætlunarsemi? Það væri samt best ef að þú sendir mér vinkonur mínar af sunnan, þá væri ég svaka glöð!
en ég ætla ekkert að biðja þig (eða ykkur - hvað veit maður..) um meira í bili..
ég opna bjórinn og þú kemur með gellurnar mína, díll?
þangað til næst... amen!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 11:53
mér leiðist!!
mér leiðist það mikið að ég er dottin í pælingar um líf útí hinum stóra geimi.
eigum við virkilega að vera það eigingjörn að halda því fram að við séum eina lífið í þessum stóra geimi? ég held ekki. Ég trúi kannski ekki á litlar, slímugar og grænar verur með eitt auga og loftnet á hausnum.. en ég get alveg trúað á vitrænar verur sem lifa einhversstaðar á annarri plánetu. Eigum við að kalla þær geimverur? af hverju ekki? erum við ekki alveg eins geimverur? Við búum í geimnum og erum verur.. ergó; við erum geimverur. En spurningin er bara þessi: eru þá hinar verurnar gáfaðari? ég held að það þurfi nú ekki mikið til þar sem mér finnst mannskepnan verða vitlausari og vitlausari með hverri tækninni sem fundin er upp! Það er ekki nóg að vera bara nógu klár til þess að finna upp hluti - það þarf líka að hafa þroskann í að fylgja því eftir. Það er komið árið 2007 og enn heyjum við stríð! Bush er nútíma Hitler í mínum augum, svo einfalt er það! Þetta stríð í Írak er bara tilgangslaust. það virðist vera að fara á sama veg og Víetnamstríðið.. fyrst voru allri Kanarnir bara veivei og hylltu hetjurnar sem börðust fyrir föðurlandið en svo leið tíminn og fólk fór að átta sig.. svo þegar ''hetjurnar'' komu heim að þá beið þeirra hvað? ekkert - akkúrat ekki neitt. Það var engin skrúðganga sem tók á móti þeim. Það eina sem beið eftir þeim var atvinnuleysi, Stockholmsyndrom, skilnaðir og fleira.
Ég er ekkert endilega að segja að þetta stríð endi nákvæmlega eins en það lítur út fyrir að þetta sé að fara á sömu slóð. Ég fæ hroll í hvert skipti sem ég sé mynd af Bush, heyri röddina hans eða sé hann tala í sjónvarpinu. Þetta er hinn mesti trúður í einum risastórum sirkus.
ok.. ég byrjaði að tala um geimverur en endaði með stríðið. En það sem ég vildi sagt hafa var einfaldlega það að ég trúi á líf fyrir utan Jörðina. Ég vona að þær verur séu þróaðari en við og kannski, hver veit, munu þær koma og kenna okkur sitt hvað sem við virðumst hafa gleymt með öllu þessu lífsgæðakapphlaupi. Og blóðþyrst sem við virðumst vera mætti alveg einhver koma og kenna okkur að slaka á.
Sjáið bara dæmið með hundinn Lúkas; þetta er eitt bjánalegasta mál sem ég hef orðið vitni af hérna á klakanum! Menn voru dæmdir áður en líkið af hundinum var fundið. Nöfn voru birt og lífshótanir komu frá fólki sem á að heita hundavinir! Og hvað? er þetta fólk þá ekki fólksvinir? Það er hræðilegt að misþyrma dýri en kommon... er þetta fólk eitthvað betra en þeir sem misþyrma dýrum þegar það er farið að hóta lífsláti?? held ekki sko. Svo núna er hundurinn fundinn þó það sé ekki búið að ná honum. Og hvar er allt þetta fólk sem lét öllum illum látum? af hverju kemur það ekki fram að biðjast afsökunar? Svo er það besta; kertavakan sjæse .. tek það fram enn og aftur; það var ekki búið að finna líkið af hundinum en haldin var kertavaka í hverargerði, reykjavík og akureyri.. ég verð að viðurkenna að ég var yfir mig hneyksluð! Ég hef ekki einu sinni séð slíka múgsefjun þegar misnotað barn á í hlut!
en ok.. svona er Ísland í dag og ég bíð eftir að geimverurnar komi og frelsi okkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.7.2007 | 21:14
akureyri
ok ég er sem sagt flutt til akureyrar eins og flestir vita. Þetta er dáltið skrýtið og ég er enn að venjast. Ég er búin að væla dáltið innra með mér yfir því að þekkja engann hérna buhuhu..Svo vita nú allir hversu erfitt það er að kynnast akureyringum, indælisfólk en það opnar ekki beint heimilið sitt fyrir einhverjum nýjum. Þetta vita nú allir Húsvíkingar....
Nú jæja ég fattaði allt í einu að víst þekki ég eina hérna! Ég var að vinna með henni á Húsavík sumarið 2003.. ég hringdi í hana í dag og fór svo í kaffi til hennar júhú þetta var hápunktur vikunnar hún er tveggjabarna einstæð móðir og er að fara á þriðja ár í lögfræði.. ekkert smá dugleg stelpan! Hún er fyrsti bloggvinur minn þar sem ég er svo ferlega léleg í þessum bloggheimi og kann ekki á eitt né neitt...
eeennn allavega... ég var netlaus í nokkra daga og ákvað því að fara að leita af netkaffihúsi. Var alveg viss um að svoleiðis fyrirbæri væri að finna hérna á höfuðstað Norðurlands en neinei svo er ekki. Ég stoppaði saklausan vegfarenda og hún ræskti sig og sagði ,,þú ert greinilega úr Reykjavík'' uuuhhh ne-hei! ég er ekki úr reykjavík!! og fíflið ég fór að afsaka mig og útskýra fyrir henni að ég væri sko frá Húsavík og tilheyri þar með landsbyggðaþjóðflokknum! og sko líka það að ég hélt bara það að það væri netkaffihús hérna þar sem að túristar myndu kannski notfæra sér... ég veit ekki hversu mikið þessi saklausi vegfarandi hlustaði á vörnina mína en ég bara varð... veit ekki hvað það er en ég bara vill ekki að fólk haldi að ég sé reykvíkingur. ég bjó þar í 4 ár en það gerir mig ekki að reykvíkingi! Ég er trú mínu fólki og mun alltaf vera það punktur. Landsbyggðafólk skilur hvað ég á við...
er ekkert að reyna að móðga reykvíkinga en hey... svona er þetta bara.
ætla að skrifa meira um flutning minn til ak seinna, verð að fara að góna á tv sem að stýrir lífi mínu þessa dagana...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.7.2007 | 11:15
síðustu 5 myndirnar komnar..
jæja þá eru síðustu myndirnar komnar inn... þetta tók sinn tíma. Var að færa mig frá Hive yfir í Símann því Hive er ekki með útibú hérna á akureyri og ég verð að segja að ég er ekkert alltof ánægð með Símann; þetta er bara búið að vera vesen! Fyrst tíndu þeir beiðninni í rvk um flutninginn og þurfti ég þvílíkt að reka á eftir þeim og skammast. Nú jæja loksins átti einhver að koma og setja upp myndlykilinn en ekkert gerðist og aftur þurfti ég að hringja og á endanum var þetta sett sem flýtimeðferð og í gær kom gaurinn og setti allt upp.
Nú jæja... svo er ég á netinu í gær og allt gengur svoooo hægt að ég hringi í þjónustuverið og læt þá vita að netið er svooooo hægt.. heyrðu þá átti ég að setja einhverja snúru í ráterinn og fara inn hraði.siminn.is (eða eitthvað svoleiðis) og svo senda þeim email... ok dáltið vesen.. ég lenti einu sinni í vesen með netið hjá Hive en þá dugði að hringja í þjónustuverið og þeir redduðu þessu í gegnum símann, ekkert vesen.
Nú svo var ekkert verið að segja hvernig maður ætti að ganga frá öllu á kvöldin! það er að segja ég slekk alltaf á öllu og ríf allt ú sambandi því ég er frekar eldhrædd. Svo kveikti ég á tv í morgun en þá bara gerðist ekki neitt... ég hringi enn og aftur í þjónustuverið og þá svarar einhver gaur sem talar við mig eins og ég sé heimsk! þá mátti ég víst ekki taka ráterinn úr sambandi nema að slökkva á honum fyrst.. átti ég bara að vita þetta? ég tók alltaf ráterinn úr sambandi þegar ég var hjá Hive og það var ekkert vesen... æh svo er bara allskonar ves búið að vera í gangi í þessu drasli, vona að þetta vesen fari að hætta og vona að ég hætti að væla!! sjæse... hverjum er ekki sama um Hive vs Síminn-vesen hjá mér??
er hætt að væla!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.7.2007 | 00:43
myndirnar
er búin að handa inn 15 myndum frá bekkjarmótinu en nenni ekki meira í kvöld... set inn fleiri á morgunn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)