18.5.2007 | 19:50
jahérna..
það er nú meira hvað hressileikinn hefur tekið völdin á HM
Fæðingum fjölgar mikið í Þýskalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 15:59
þá er það komið á hreint..
þeir sem okkur þekkja vita að við erum að fara að flytja til akureyrar í sumar og auðvitað kemur Kristófer, sonur minn, með. En það sem við vorum einnig að vonast eftir væri að fá Sunnu líka.. stjúpdóttur mína. Mamma hennar er að fara til London í haust í nám og ætlar ekki að taka hana með. Okkur fannst þá hið eðlilegasta mál að hún yrði hjá okkur; pabba sínum, stjúpu og stjúpbróður. En nei! svo aldeilis ekki.. mamma hennar ákvað að stelpan yrði hjá foreldrum hennar; ömmu og afa Sunnu. við ræddum þetta fram og tilbaka en hún var óhagganleg! Við höfum ath okkar rétt; eða rétt föðursins.. og hann er enginn!! af því að hann er forsjáslausa foreldrið þá skiptir engu hvað þrætum, móðirin ræður, punktur! Ef við viljum sameiginlegt forræði þá verður hún að skrifa undir samþykki (sem hún mun aldrei gera). Það eina sem við gætum mögulega gert er að stefna henni og sækja um fullt forræði sem við ætlum okkur ekki. Við erum ekki að leitast eftir því að taka barnið frá henni, heldur að fá að hafa hana hjá okkur meðan mamman er erlendis í námi.
Það er ömurlegt að vita hvað það eru margir pabbar þarna úti sem vilja hafa börnin sín miklu meira en þeir fá ''leyfi'' til, af því að mamman bannar...
Nú eru þessar blessuðu rauðsokkur alltaf að berjast fyrir jafnrétti (ef að jafnrétti mætti kalla) þær verða ekki sáttar fyrr en þær taka yfir heiminn! En hvað með jafnrétti karlmanna?? Vinkona mín sem er í skóla sagði mér að rétt fyrir kosningar hafði Kolbrún hjá VG komið og spjallað við bekkinn, vinkona mín spurði hana þá hvort það ætti að breyta þessu með forsjáslausu pabbana (því mæður hafa alltaf réttinn).. svarið var einfalt; NEI!! þetta er bara fínt eins og það er.. fyrirgefðu..höhömm.. fínt fyrir hvern? fyrir hana? fyrir vinkonu hennar? fyrir baráttu kvenna í jafnréttismálum? hvað er jafnrétti?? getur einhver þarna úti útskýrt það fyrir mér!! ég er ekki að ná skilgreiningunni á þessu.. bara hreinlega ekki..
en svona standa málin og það er ekkert sem við getum gert meira.. og þá er ég búin að tjá mig um þetta mál. búið.
takk í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2007 | 16:09
andlaus...
ég var víst eitthvað búin að lýsa því yfir að blogga um einhverjar pælingar en ef satt skal segja þá er ég algjörlega andlaus núna... það hellist ekki beint yfir mann andinn þegar maður hangir inni allan sólahringinn En Elín kíkti til mín í dag! Það gerði nú gæfumuninn að fá aðeins að sjá nýtt andlit og henni var bara alveg sama þótt ég væri ekki með maskara!
Jiii... ég veit bara ekkert hvað ég á að skrifa - ég sökka feitt! Lélegur bloggari þetta kemur með kalda vatninu..
kannski hellist yfir mig viskan á morgun, hver veit?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 13:41
akureyri..
...jebb flytjum til akureyrar í júlí í nýju íbúðina okkar!!
SIGRÚN K.!! ef þú ert að lesa þetta þá verður sko klárlega fengið sér galaxy og pepsi með massavís af klökum. ekki væri verra ef að mútta þín (varamútta mín) mundi svo steikja kleinur og þá gætum við fengið okkur kleinur og kakómalt...*slef* Svo er um að gera að ath þetta með frystiskápinn, gæti orðið forvitnilegt.. nú skilur enginn hvað ég er að bulla nema þú.. það er alltílagi líka, maður verður nú stundum að hafa einkahúmor, ekki satt? Og Sigrún.. þú veist að það þýðir ekki lengur að hringja í ákveðið nr og skella á..
held að ég láti þetta duga í bili, þetta var nú mun hressilegra en í gær, erþaggi??
hver veit nema ég komi með einhverjar brjálaðar pælingar seinna í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2007 | 11:37
4 sólahringar...
..þetta bara líður ekki neitt!! ég er að verða geðveik.... á öllu og öllum.. ég sagði að ég yrði erfið þessar tvær vikur.. aðra stundina er ég ferlega jákvæð og bjartsýn og hina stundina er ég ekkert nema neikvæðnin og þá er allt ómögulegt!
ég veit ekkert af hverju ég er að skrifa þetta hérna en kannski skrifa ég bara seinna í dag um eitthvað allt annað en uppsetningar og biðtíma...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.5.2007 | 12:15
3 sólahringar liðnir..
..síðan uppsetningu. Finnst eins og það séu frekar 2 vikur!! ''Bara'' 11 dagar þangað til ég fer í blóðprufu.. úfff ég er orðin uppiskroppa með þætti á netinu sem ég hef áhuga á að horfa.. hef ekki eirð í mér að lesa, veit ekkert hvað ég á að skrifa hér því það er ekki eins og það sé svo brjálað mikið að gerast hjá mér sem ég svo deilt með ykkur ekki nema ykkur finnist gaman að heyra um það að ég hef ekki sett á maskara í viku!!!! ALARM !!! ég hef ekki vaskað upp, sett í vél, þurrkað af, þrifið WC, skúrað eða gert neina heimilisverk, kallinn sér um þetta allt saman núna.. yfir hverju er ég að kvarta þá? hmmm... það liggur við að ég sakni þess að þrífa dolluna
Ég fékk smá verki í gærkvöldi, reyndar voru þeir mjög vondir! Hringi á læknavaktina og tala við hjúkku sem að fullvissir mig um að þetta hljóti að vera eðlilegt og segir að eggið gæti verið að festa sig og þá fái maður stundum verki...man ekki eftir því frá fyrri meðgöngu (enda 10 ár síðan) en hún hvatti mig til þess að hringja uppí Art Medica daginn eftir og tala við sérfræðing. Svo tala ég við sérfræðing áðan og hún segir mér að þetta séu líklega eftirköst eftir eggheimtuna.. ok.. ég sem var búin að gera mér vonir um að krílið væri að koma sér fyrir, en neinei, bara leiðindakrampar eftir eggheimtu! En ég spurði hana samt útí þetta með það sem hjúkkan hafði sagt mér og sú von var nú bara aldeilis hrifsuð af mér þegar hún svaraði því að það væri líklegast ekki og að konur fengju ekki verki þegar eggið væri að festa sig..
oh well.. þá bara held ég áfram að liggja og hugsa.. jamm því það er svo asskoti gott að hafa mikinn mikinn tíma í að hugsa á svona stundum
En hey... allar afþreyinga-uppástungur vel þegnar...
takk í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2007 | 11:16
Guð er dauður...
..eða það sagði Nietzsche allavega á sínum tíma! En hvað veit ég? Ég ligg bara uppí rúmi nánast allan sólahringinn þessa dagana, en þá fer maður líka oft að hugsa...
Mér finnst voða gaman að spá í trúarmálum, hefur fundist það síðan ég var ''rúmlega'' unglingur. Ef einhver spyr hvort ég sé trúuð, á ég alltaf erfitt með svar. Ég gæti vel sagt að ég sé trúuð því jú ég trúi á eitthvað! En ég get ekki flokkað trú mína, ég get ekki sagt ,,já ég er mótmælandi'' eða neitt slíkt. Ef að fólk biður mig að útskýra, getur það tekið marga klukkutíma að útskýra. Því hvernig útskýrir maður eitthvað sem maður er ekki alveg 100% viss um? Trúi ég á Biblíuna? nei ég get ekki sagt það. Mér finnst sú bók vera upphaf allra Gróu á Leiti! Skrifuð ca 200 árum seinna! Halló folkens!! Svo geta þeir bara breytt eftir vild, hvað er með þetta nýja og gamla testament? Hverju á maður að trúa? Þeir sem voru á lífi þegar ''gamla'' testamentinu var skipt út fyrir ''nýja'' testamentinu, áttu þeir bara að taka því þegjandi? 'Oóóó er búið að breyta núna? Megum við ekki lengur drekkja nornum né henda heiðingjum í logandi bál? ok..................
Trúi ég á Jesús? jaahhh já eiginlega. Ég trúi að maður að nafni Jesús hafi verið til. Hann var á undan sínum samtíma og góður maður. Hann gæti einnig haft lækningamátt sem fólk trúði að væri vegna þess að hann var jú sonur Guðs (sem ég er ekki alveg viss um). En svona lít ég á Jesús, ég get hugsað til hans með hlýju, ég gæti jafnvel trúað að hann vaki yfir okkur.. en lengra fer ég ekki. Ég trúi ekki að hann hafi breytt vatni yfir í vín eða labbað á vatni. Því ef við spáum í það.. á þessum tíma voru ekki til ísskápar eða frystikistur, ekki einu sinni vakúmvélar! Ég gæti því trúað að allt brauðið og vínið sem fólkið var að borða var farið að gerjast allhressilega og kannski voru bara allir á einhverju trippi??!!
Trúi ég á Guð? njee.. eiginlega ekki. Ég trúi ekki að það sé einhver kall með hvítt skegg sem vakir yfir ÖLLUM í heiminum (hlýtur að vera agalega þreytandi). Ég trúi ekki himnaríki sem slíkt; Gullna Hliðið og þess háttar, að einhver gaur að nafni Lykla-Pétur ákveði hver fái að rölta innum þetta merkilega hlið og hverjir þurfa að hunskast niður til gaursins með hornin og ofvaxna gaffalinn! Því lets face it; þetta er bara hroki! Förum við öll til helvítis ef við brjótum eitthvað af reglunum um boðorðin 10 og/eða dauðasyndirnar sjö? ég vona ekki því ég hef *ræskimig*; stolið, logið, talað illa um nágrannan, fundið fyrir öfund, afbrýðisemi, hatur, verið hrokafull og hégómaleg. Og ég hef örugglega yfir ævina einhverntíma ekki heiðrað foreldra mína... ef að þetta er allt satt með himnaríki og helvíti, þá er ég í vondum málum!
Hins vegar get ég kallað allt sem er gott í heiminum Guð. það þarf ekker að vera einhver einn kall eða einn andi.. bara allt það góða og jákvæða sem við getum sent og gefið frá okkur. Ég gæti skrifað endalaust meir, því ég er nú ekki alveg byrjuð að segja nákvæmlega hvað ég trúi á, en það kemur kannski bara seinna.
Þetta er allavega mín skoðun og þarf engan veginn að endurspegla mat þjóðarinnar!
takk í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2007 | 12:30
kosningar...?
jæja hinn mikli kosningadagur er runninn upp! Og sólahringur síðan ég fór í uppsetningu...
Ég gæti trúað að annar hver bloggari sé að skrifa um kosningarnar, hvaða flokk á að kjósa, af hverju og af hverju ekki....
Minn maður ætlar að kjósa ákveðinn flokk vegna þess að helsta baráttumál þann flokks kemur sér einkarvel fyrir hans atvinnu. Mágkona mín ætlar að kjósa annan flokk því sá flokkur er að berjast fyrir málefni sem hentar henni einkar vel..
Nú er ég að pæla.. ég ligg uppí rúmi með lappir uppí loft og næ því að firra mig allri ábyrgð á þessum kosningadegi. EN allir flokkarnir hafa sína kosti og galla, og það sem þeir hafa sameiginlegt er jú að þeir lofa allir uppí ermina!! ætti ég að kjósa þann flokk sem berst mest fyrir mínum ''áhugasviðum'' eða þeim málefnum sem eru mér hvað hjartnæmast? Er það nógu góð ástæða? Ég held nefnilega að ég sé ekki sammála manninum mínum með það að fólk eigi að kjósa eftir loforðum..
Þrátt fyrir að ákveðinn flokkur sé að berjast rooosalega mikið fyrir mjög mikilvægu og brýnu málefni..er það samansemmerki að sá flokkur geti setið að stjórn í þessu landi??
en hvað veit ég? ég ligg bara fyrir og les slúðrið um þetta allt saman á netinu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2007 | 19:49
Glasa....
jæja.. í dag fór ég í uppsetningu... var sem sagt í glasafrjóvgun
þetta byrjaði allt með sprautum þann 7. apríl sl. Síðan var eggheimta þ. 9. maí og fyrst hélt læknirinn minn (Þórður Óskarsson, Art Medica) að það yrði ekkert úr uppsetningu þar sem ég var víst að verpa eins og óð hæna! fyrir ykkur sem ekki fattið þá merkir það að það eru komin of mörg egg, m.ö.o. oförvun, þá er bara tekin eggin, þau frjóvguð og svo sett í frysti og uppsetning frestuð um ca 4 vikur. Skiljanlega var ég svekkt en svo þegar eggheimtu lauk þá kvað í Óskari að hann ætlaði sér nú bara víst að setja upp hjá mér, eggheimtan gekk það vel
nú svo mættum við galvösk í morgun, tilbúin í uppsetningu, Óskar bauð okkur i í spjall þar sem hann tjáði okkur að 19 egg hefðu náðst, 13 frjóvgast og þar af 8 með aðrar til fyrstu einkunn, sem er hreint ótrúlegur árangur þá yrði einn settur upp og 7 settir í frysti!
Það sem mér þótti merkilegast var að við fengum mynd af fósturvísnum!! þið vitið... þá er þetta bara hringlaga og fullt af frumum að ´skipta sér inní honum híhí það er varla hægt að útskýra þetta... en það er líka svo merkilegt að ég fékk barasta klump í hálsinn við að fá þessa mynd í hendurnar.. þetta varð allt svo raunverulegt! við erum búin að fara í 3 tæknisæðingar sem ekki hafa tekist, en þetta er allt svo miklu meira einhvernveginn..
en núna ligg ég bara uppí rúmi og hangi á netinu. Og þar sem mér leiddist svo í dag að þá ákvað ég að stofna blogg...hahaha eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast! þannig að það gæti frosið í helvíti..
allavega.... þá finnst mér voða gott að tjá mig um þetta mál, ákveðin útrás! vona bara að ég eigi ekki eftir að vera ævinlega vælandi og skælandi... gæti verið dáltið erfið næstu tvær vikurnar, eða þangað til niðurstöðurnar koma í ljós.. tekst þetta eða ekki? það er stóra spurning þessa mánaðar
takk í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.5.2007 | 14:51
júró hvað?
jæja þá er þetta blessaða júróvisjón búið.. til hamingju með árangurinn
en allavega.. hann Eiki gamli rokkarinn og rauða ljónið er víst alveg bandvitlaus yfir þessu! Þetta er allt saman samsæri, ójá sko.... A-Evrópa er barasta að plotta í skjóli nætur og fyrirfram búið að ákveða að gefa hvort öðru stig til að halda sér saman og bola Norðurlöndunum í burtu úr þessari keppni once and for all held að ég hafi lesið það á barnalandi að einhver kom með þá uppástungu að Norðurlöndin ættu bara að fara í sér júrókeppni - bara Norðurlöndin.. ahhh veit ekki..
hvernig væri bara að fólk myndi hætta að væla yfir þessu og taka sig á! ég meina.. eru ekki Norðurlandaþjóðirnar að styðja hvora aðra,ha? erum við ekki bara það óheppin að vera færri? er þetta ekki bara allt Silvíu Nótt að kenna? eða bilaði ekki bara símakosningin? eða hefði Eiki átt að vera með berar kellingar á sviðinu?
já.. það mætti lengi telja upp atriði sem að olli því að við komumst ekki uppúr undankeppninni, því í guðanna bænum.. það getur náttúrlega alls ekki verið að fólk hafi bara mislíkað lagið hans Eiríks Rauða.. hver veit?
kannski er alheimurinn að segja við okkur að við ættum bara að hætta að henda pening í þessa vitleysu og sóa tímanum í eitthvað annað, hver veit?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)