verð að játa....

það er í alvöru ekkert grín að fara í matvörubúð eftir langan vinnudag og reyna að finna eitthvað í matinn!! ég er að vinna frá kl 9 til 18 og þá verð ég að skundast í búðina og brjóta það litla sem eftir er af heilanum til þess að ákveða hvað skal hafa í matinn.. ó hin eilífa og erfiða spurning: hvað skal eta í kveld? Shocking

Svo lítur maður yfir hópinn og spottar út þreyttar mæður með börnin sem eru örg og lúin eftir langan dag í leikskóla (eða dagmömmu) og sér hvað þær mæðast og blása og argast yfir því að það sé ekki endalaust hægt að hafa eitthvað nýtt í matinn.. úrvalið er bara ekki það mikið! Svo byrja börnin að biðja um allt milli himins og jarðar og mömmurnar gefa eftir til þess eins að kaupa frið.. hver láir þeim það? ekki ég!! minn strákur er rétt að verða 10 ára þannig að hann er kominn yfir þetta. En svo kemur hún Sunna okkar sem er rétt að verða 4 ára og hún er alveg eins og hin börnin og já ég ætla að játa það (þrátt fyrir að hafa ákveðnar reglur) að þá hef ég gefið mig undir svona kringumstæðum og játað mig sigraða.Undecided

ég held stundum að börnin séu ekkert að argast útaf þreytu.. þau bara kunna á okkur þreyttu mömmurnar sem nennum ekki að standa í væli eftir langan vinnudag..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ji hvað ég er sammála þér, hef alveg þó nokkrum sinnum gefið eftir í svona baráttu :þ

En hvað segirðu hvenær kemurðu í bæinn hehe.....dúrúrúrú dúrúrúrú

Rut Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 21:05

2 Smámynd: xena

ég kem "#$%&/()= máttir reyna... múhahahaha ertu orðinn spennt gæsin þín?

xena, 5.9.2007 kl. 21:14

3 identicon

Úff þennan pakka á ég eftir, það er SVO leiðinlegt að fara með börn í búðir!  Eflaust á maður einhvern tímann eftir að gefa eftir, þó að ákveðnar reglur verði til staðar.

Og fátt hata ég jafn mikið og spurninguna "hvað eigum við að hafa í matinn?" 

Rut, ég veit hvenær Elísa kemur í bæinn nenebúbú

Fjóla (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 22:13

4 identicon

Hahaha ohh dem it, jæja mátti reyna, hmm já er það Fjóla hvað segirðu hvenær verður það :)

Rut Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 08:35

5 identicon

Sorry Elísa ég bara verð að segja Rutlu hvenær þú kemur.

Rut hún kemur 5 september 2007

Fjóla (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 20:44

6 identicon

.....hata að ákveða hvað á að hafa í MATINN  !!!!!

En hey hvenar kemuru hingað??

Sigrún (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 00:56

7 identicon

Innilega til hamingju með daginn þið öll :)

Kysstu Kristófer frá okkur hér ;)

Sk (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband