17.8.2007 | 17:37
klapp klapp
mér tókst að eyða pening í föt og skó í dag!
nú hugsa flestar kellur með sér,,bíddu..er það eitthvað merkilegt?'' og svarið er: já það er það. ég er ekki þessi týpiska kona sem fær fiðrildi í magann við tilhugsunina um að fara í fataleiðangur, eiginlega fæ ég meira hroll og það þyrmir yfir mig, þetta er dagsatt! Það vantar eitthvað kvenkynsgen í mig sem fær mig til að slefa yfir orðinu TILBOÐ og ÚTSALA.. þið getið spurt allar mínar vinkonur, Rut þú veist þetta örugglega manna best enda finnst henni Rutlu minni ekkert ógeðslega gaman að fara með mér í búðir... en hey.. ég er þó ódýr í rekstri
eennn allavega tókst mér í dag að kaupa tvennar buxur, skó og peysu! þetta kalla ég framför!
Athugasemdir
Sko mína, til hamingju. Það er nú gott ef þú finnur eitthvað á þig. Það er ekki magnið sem telur heldur gæðin og nota það sem maður kaupir. Ekki fylla fataskápinn af einhverju.
Jæja nóg með þetta, en það er gott ef þú finnur eitthvað á þig annað slagið.
kv. mútter
Anna María (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 18:48
Dugleg ertu !!
Sigrún K (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 14:40
Vúhú til hamingju með frábærann árangur á sviði verslunar, þú ert hér með útskrifuð úr fatakakup101 og færist upp í fatakaupogánægja102, megi hann veita þér gleði og ánægju :þ
ps. ég hef greinilega ekki fengið memoið um að fylla ekki skápinn af fötum sem maður notar ekki, usssussusss.
Rut (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 17:22
takk fyrir þetta Rut mín
það hlaut að koma að því að ég næði þessum bévitans áfanga! Nú er bara að ná fatakaupogánægja102... ætli það muni taka mig 7 ár?
xena, 19.8.2007 kl. 21:40
FLott fallega konan min.
Jaeja hedan er allt yndislegt ad fretta en ferdin thvi midur a enda. 1 dagur eftir og svo forum vid aftur a klakann. Tad er svo yndislegt ad sja hvad thu att margar systur her uti. Vid Bensi erum alltaf ad sja stelpur sem eru SVO likar ter ad tad er ekki fyndid. Tid verdid ad koma hingad eihverntimann tetta er yndislegur stadur. En heyrdu a ekki ad fara ad setja inn myndir fra VERSLO. Eg er ordin svo spennt ad sja fallegu myndina af ykkur Bensa her. TIHIHIHIHIHIHIHIHIHIHI.....
HUN ER SNILLD
Well well farin aftur ut i bliduna.
Hafdu tad yndislegt og vid bidjum rosavel ad heilsa RIKKA kallinum
1000 kossar
BIRGITTA
Birgitta (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 13:33
það fer svo mikill tími í að sinna kallinum þessa dagana Gitta mín
en lofa að um leið og það verður rólegra hérna að þá hendi ég inn þessum dásamlegu myndum af okkur Bensa..
ps. gaman að vita að það sé til fólk sem líkist mér
xena, 28.8.2007 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.