8.8.2007 | 00:10
er ég ennþá með blogg?
já maður spyr sig.. engin færsla komin í ágúst. Setti ekki einu sinni inn afmæliskveðju til mín þegar ég átti afmæli
já enda mikið búið að vera að gera. Tengdó flutt í bæinn og nóg að gera þar á bæ. Svo var Verslunarmannahelgin og nóg að gera þá líka. Sunna kom fyrir viku síðan og það er náttúrlega bara æði. Hún er líka yngri en 18 þannig að hún er velkomin til akureyrar...hehe
mér fannst algjör snilld þegar við vorum uppí stúku á sunnudagskvöldinu (á ak) að þá hlupu tveir strákar (held að þetta hafi verið strákar) yfir fótboltavöllinn með stórt skilti sem á stóð: VIÐ ERUM 20 það klöppuðu allir og góluðu þvi þetta er jú algjörlega útí hött að banna fólki frá aldrinum 18-23 að vera á tjaldstæðinu! Þetta er eiginlega bara mannréttindarbrot! eða ekki eiginlega, heldur er það það. Já því að 24 ára er sko strax skárra...... ??
eða er einhver regla að 42 ára hegði sér betur? æhh þetta er svo bjánalegt allt saman að það er eiginlega ekki þess virði að blogga um þetta..
held að ég fari bara að sofa.... já svo er kallinn að koma á morgun eða hinn.. ég blogga bara þegar ég er orðin 78 ára
nei bara grín!
Athugasemdir
Sko þig þú kannt þetta ennþá
(Sko Anna María það borgar sig stundum að tuða aðeins)
Jæja loksins fær Rikki að njóta þess aðeins að eiga þessa fínu íbúð.
Við sendum pakka til þín í gær fyrir Brynju, með lyklunum þínum og gjöf frá Brynju,
ætluðum að gera það í síðustu viku,en getum verið svoddan slugsar hjónin, sorry
knús
Fjóla og co (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 18:47
Já það dugar annaðslagið að masa. En hvernig er með það sem pabbi þinn minntist á? Ertu búin að tala um þetta við Rikka? Hér ganga hlutirnir bara vel.
kv. mútter
Anna María (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 19:56
Finnst nú óþarfi að vera með einhvarjar leynispurningar á blogginu kæra stóra systir, bara láta spurninguna flakka alla hehe.
Vala móðursystir (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 23:24
Ja spurningin er hvort þau ætli ekki að hætta reykja með okkur.
Svo nú er hún komin út í loftið.
mútter
Anna María (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.