24.7.2007 | 14:46
tvær útgáfur?
í gær las ég á spjallvef barnalands frásögn móður þar sem hún segir frá ''prakkarastrik'' 3 ára dóttur sinnar þar sem hún hafði náð í debetkort móður sinnar og skroppið útí sjoppu og keypt nammi. Þetta fannst mömmunni sniðugt því dóttir hennar væri svo úrræðagóð. Misjöfn voru viðbrögðin við því. Mitt í spjallinu segir hún (ja eða amman, hún var líka mætt á spjallið) að þær ætli með þetta í DV. En þá komum við aðalatriðinu; frásögnin í DV og frásögnin á barnalandi finnst mér stangast dáltið á.. og þar sem ég er auli í tölvum náði ég ekki að gera copy/paste af frásögninni þar, en það er nú minnsta mál að kíkja þar inn og lesa hennar sögu þar, þar sem þetta er opinn spjallvefur.
en í meginatriðum segir hún þar að á laugardagsmorgni hafi skottan verið að ýta við sér þar sem hún (mamman) lá sofandi uppí rúmi og beðið um nammi, mamman vildi fá að kúra lengur en lofaði henni pening þegar hún kæmi frammúr. Svo segist hún hafa farið framúr hálftíma seinna og ekki séð barnið en tekur svo eftir stelpunni koma heim með fullan poka af nammi og restin af sögunni er í DV. En það sem hún segir í DV er orðrétt: ,,Hún var búin að vera að potast í mér að fá nammi og ég hafði tekið því eitthvað treglega. Ég skrapp aðeins inn og á meðan laumaðist Harpa Rós (litla stelpan) út í sjoppu''.
ég veit ekki með ykkur, en mér finnst stór munur á því að segjast hafa skroppið aðeins frá og að vera sofandi.. svo segir hún í DV að hún ætli að tala við eiganda sjoppunnar og að hún skilji ekkert í því að afgreiðslufólkið skuli hafa afgreitt barnið með debetkort...
mér finnst hún vera að kasta steinum úr glerhúsi fyrir mínar parta. Ég er sjálf mamma og guð veit að ég hef verið að kúra á meðan minn gutti horfir á barnatímann, að vísu er hann að verða 10 ára ...
ég er ekkert að setja mig á háan stall sem móðir en það sem mér finnst athugavert við þetta allt saman er það að hún skuli fara með þetta í DV og setja útá starfsfólk sjoppunnar án þess að líta í eigin barm.. í umræðunni á barnalandi kemur hún með afsakanir um að sjoppan sé nálægt heimilinu og að þetta sé rólegur staður... fyrirgefðu en ekki heldur fólk að barnaperrar búi bara í reykjavík?
ég veit alveg að það verður örugglega fullt af fólki sem mun argast yfir þessum pælingum mínum en það verður bara að hafa það! mér finnst þetta furðulegt mál og nokk sama þótt einhverjir séu ekki sammála mér..
Athugasemdir
Guð ég gæti ekki verið meir sammála þér ...finnst þessi kona vera ansi köld...
Sigrún K (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 00:07
Kíkti aðeins á þessa umræðu, sem er orðin ekkert smá löng!
Mér finnst nógu skrítið að setja þetta á bl, en þörfin að setja þetta í blöðin líka finnst mér rosalega skrítið!
Við gerum öll mistök sem foreldrar, en ég hugsa að ég myndi seint auglýsa það
Fjóla (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 13:27
Ég las nú bara um þetta í DV og af fenginni reynslu veit ég að þeir fara frjálslega með sín skrif. Hins vegar er ég sammála því að mér finnst skrýtið að konan þurfi að tjá sig um þetta bæði á BL og DV og tala svo um að dóttirin sé úrræðagóð. Held að það væri ekki alveg það orðalag sem ég myndi velja, en einnig átti stelpan líka ekki að taka við debetkorti af 3 ára stelpu.
Héraðströllið, 29.7.2007 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.