síðustu 5 myndirnar komnar..

jæja þá eru síðustu myndirnar komnar inn... þetta tók sinn tíma. Var að færa mig frá Hive yfir í Símann því Hive er ekki með útibú hérna á akureyri og ég verð að segja að ég er ekkert alltof ánægð með Símann; þetta er bara búið að vera vesen! Fyrst tíndu þeir beiðninni í rvk um flutninginn og þurfti ég þvílíkt að reka á eftir þeim og skammast. Nú jæja loksins átti einhver að koma og setja upp myndlykilinn en ekkert gerðist og aftur þurfti ég að hringja og á endanum var þetta sett sem flýtimeðferð og í gær kom gaurinn og setti allt upp.

Nú jæja... svo er ég á netinu í gær og allt gengur svoooo hægt að ég hringi í þjónustuverið og læt þá vita að netið er svooooo hægt.. heyrðu þá átti ég að setja einhverja snúru í ráterinn og fara inn hraði.siminn.is (eða eitthvað svoleiðis) og svo senda þeim email... ok dáltið vesen.. ég lenti einu sinni í vesen með netið hjá Hive en þá dugði að hringja í þjónustuverið og þeir redduðu þessu í gegnum símann, ekkert vesen.

Nú svo var ekkert verið að segja hvernig maður ætti að ganga frá öllu á kvöldin! það er að segja ég slekk alltaf á öllu og ríf allt ú sambandi því ég er frekar eldhrædd. Svo kveikti ég á tv í morgun en þá bara gerðist ekki neitt... ég hringi enn og aftur í þjónustuverið og þá svarar einhver gaur sem talar við mig eins og ég sé heimsk! þá mátti ég víst ekki taka ráterinn úr sambandi nema að slökkva á honum fyrst.. átti ég bara að vita þetta? ég tók alltaf ráterinn úr sambandi þegar ég var hjá Hive og það var ekkert vesen... æh svo er bara allskonar ves búið að vera í gangi í þessu drasli, vona að þetta vesen fari að hætta og vona að ég hætti að væla!! sjæse... hverjum er ekki sama um Hive vs Síminn-vesen hjá mér??

er hætt að væla!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hellllú

Tölvur og tækni er bara ves þegar illa gengur!     En bráðnauðsynlegt þegar allt er komið í lag, ég meina þú verður að komast á bl!!

En grínlaust þá vona ég að það verði ekki meira vesen á símamönnum kjóinn minn

Fjóla (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband