..............................

jebbs þannig fór nú sú sjóferð! Veit ekki alveg hvar ég á að byrja, það er svo margt að brjótast fram í kollinum... en svona standa málin: planið var á föstudaginn að fara í skoðun og fá staðfest um að uppsetning yrði á morgun mánud. 11. júní. Svo átti að eiga notalega kvöldstund með múttu, Völlu og Rut. út að borða og fá sér smá margarita og rölta um bæinn. En planið breyttist dáltið eftir skoðunina. Ég mætti bjartsýn til Guðmundar og hlammaði mér í stólinn hjá honum og þegar hann byrjaði að skoða mig kom í ljós að það var ekkert byrjað að gerast.. það er að segja að slímhúðin var ekki orðin nógu þykk og eggbúin ennþá of lítilFrown sem merkir það að það gæti farið svo að ekkert verði úr uppsetningu! EF að uppsetning verður, þá verður það fyrsta lagi næsta föstudag! Fer í skoðun á morgun og þá kemur það betur í ljós. Allir að krossa putta!!

Ég kom heim á föstudagsmorguninn frekar svekkt og var ekki í miklu stuði til að gera nokkurn skapaðann hlut... En þá var nú gott að hafa hana múttu mína hjá mér, sérstaklega þar sem að Rikki er farinn á sjóinn afturCrying Þetta endaði með ferð í Kringluna og góða skapið var svo með í för þegar haldið var á Red Chilli um kvöldið og við gellurnar skemmtum okkur konunglegaTounge Alltaf gott að eiga góða vini og múttu! Svo var systkinahittingur daginn eftir hjá mömmu og mér var nú líka boðiðWink

Þetta var dásamleg helgi og ég náði að kúpla mig frá þessu öllu saman! En núna er ég að verða dáltið stressuð fyrir morgundeginum.. Vona svo heitt og innilega að líkaminn minn sé að fylgja tíðahringnum rétt. Ég ætla ekkert að fara að segja frá allri helginni hreinlega vegna þess að ég nenni því ekkiShocking

Læt ykkur vita á morgun eftir skoðun hver niðurstaðan verður.

ta-ta (sagt með breskum hreim)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru krossaðir fingur hér á bæ!

Heyri svo í þér á morgun og fæ að vita hvað er í gangi.

Hugs and kisses 

Fjóla (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 22:01

2 identicon

Já aldeilis krossaðir fingur hér líka, vona svo innilega að þetta gangi upp. Heyri annars í þér á morgun krútta mín :)

Rut (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband