kallinn kominn..

jæja, þá er kallinn kominn heimHeart og mamma kom frá Noregi sl miðvikudagSmile þess vegna er ég búin að vera svona léleg að blogga... Það var vorfagnaður í vinnunni þegar mamma var nýkomin í bæinn. Þannig að ég dró hana með mér og það var svaka stuð. Magni og Birgitta komu og sungu nokkur lög og spjölluðu við ungmennin og gáfu þeim eiginhandaráritun og teknar voru fullt af myndum. Daginn eftir dró ég hana svo með mér á bekkjarkvöld hjá Kristófer sem var mjög gaman líka. En nú er mútta á Húsavík og verður þar yfir helgina. Hún fær þá almennilegan sjómannadag og sjómannahóf, sem því miður virðist vera að deyja út á svo mörgum stöðum sem er hreinlega til háborinnar skammar! En það er annað mál...

Ég fer í skoðun á mánudaginn hjá Þórði þar sem hann ætlar að athuga hvort ég geti farið í lyfjalausa meðferð. Þá sleppi ég við sprauturnar og fer bara í uppsetningu sem yrði þá í kringum 10. júní. En við ætlum að spyrja hann hvort það sé ekki hægt að setja upp tvo fósturvísa í staðinn fyrir einn. Nú er nefnilega ''bannað'' að setja upp fleiri en einn því það var víst orðið svo mikið um tvíbura - sem er náttúrlega ekki slæmt - en þeir (jah eða fæðingalæknarnir) vilja ekki óþarfa áhættumeðgöngur. En málið er bara að það eru meiri líkur að það komi minnsta kosti eitt ef það eru settir upp tveir.. jaja það kemur í ljós hvað kallinn segir á mánudaginnWink

Kristófer er uppá Skaga í dag og við ætlum bara að njóta þess að gera ekki neitt (eða helling) meðan við erum bara tvö. Það er svo gott að hafa kallinn heima og kúra hjá honumInLove 

takk í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér ofsa vel á mánudaginn :)

Bið að heilsa kallinum þínum

En Berglind...við höldum sko bara okkar "eigins" partý er það ekki? Fyrst okkur var ekki boðið í hitt   !!

Sigrún K (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 15:18

2 identicon


Hi skvís.

Hlakka til að heyra hvað kemur útúr skoðuninni á mánudag. Vonandi að Þórður kallinn sé til í að skella 2 fósturvísum upp á góðan stað!

Vertu nú dugleg að kúra með kallinum

Sjáumst vonandi fljótlega

Fjóla "grauthaus" 

Fjóla Lind (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 16:53

3 identicon

Jermundur - kúrðu nú eins og þú getur. Ég geri nú ekkert annað þessa dagana en að vera á Hrauninu, 4 næturvaktir í röð úfff í dúfffffff... Vonandi förum við nú að hittast a.m.k. áður en þið flytjið ;)

Luv Berglind

p.s. Sigrún mér var reyndar boðið en komst ekki múhahahhaha (en klárlega er ég samt til í hitting someday) Jesús-hvernig væri að taka eina góða kvöldstund ja eða helgi við 4 stelpurnar (ég, þú, elísa og birgitta). Getum horft á Cry Baby og samið nýjar bækur fyrir bókasöfnin okkar

Berglind (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband