22.5.2007 | 20:01
já það er erfitt að vera níu að verða tíu..
Þeir sem þekkja son minn hann Kristófer vita að hann er dáltið spes. Stundum held ég að hann sé fertugur.. hann horfir á fréttir og veit liggur við meira en ég hvað sé að gerast í hinum stóra heimi. Hann hefur sínar skoðanir sem hann stendur fast á hvað sem hver segir! Hann hefur sterkar skoðanir á Bush og hvalamálum - hann segist vera sjálfstæðismaður og hneykslaðist á pabba sínum fyrir að kjósa annan flokk. Hann stendur sig mjög vel í skóla og t.d. í gær var hann í stærðfræðiprófi og var hæstur með 9,5 hann æfir taekwondo af kappi og er að ljúka þriðja árinu þar. Já ég er stolt ungamamma...
En hann er líka níu ára að verða tíu ára strákur og hegðar sér einnig eftir því - stundum held ég að hann sé kominn á gelgjuna, ég get víst stundum verið ferlega glötuð mamma skv. honum og ég má ekki alltaf vera að kyssa hann og kjamsa. Við erum að fara að flytja til akureyrar í sumar og hann er ekkert að taka alltof vel í það; ég segi við hann að hann verði fljótur að eignast vini á akureyri - þá segir hann;,,en ég á vini hérna!'' - ég segi við hann að hann geti æft taekwondo á akureyri - þá segir hann;,,en það er ekki Fjölnir!'' og svona mætti lengi telja.
Núna rétt áðan kom hann inn með þessa líka dramatísku innkomu:,,mamma!!ég get ekki flutt til akureyrar!! það bara gengur ekki!!!!.'' Nú..? segi ég...,,já ég er kominn með kærustu!!'' úpps..ok, hvað gera bændur þá? Ég leyfði honum að eiga sítt dramatíska móment á meðan ég hugsaði mig um og svo hófst þessi líka móðurlega ræða um allt sem hann geti gert á akureyri og það ég skuli lofa honum að hann geti heimsókt vini sína og kærustu annað slagið. Pabbi hans og Magga eru að flytja til rvk og þegar hann er hjá þeim þá getur hann heimsókt vini sína...og kærustu ok.. hann róaðist aðeins. Ég talaði líka við vin hans því hann var líka frekar miður sín yfir þessu öllu. En nú á að stofna msn, email, gsm, sms, webkameru og ég veit ekki hvað og hvað..
En það sem er fyrir öllu er að hann er að sætta sig við þetta, hann ætlar að gefa akureyri séns.. prace the lord!!
já það er erfitt að vera níu að verða tíu..
Athugasemdir
Gæti nokkuð verið að drengurinn c e-ð líkur mömmu sinni *? Maður spyr sig :)
Þú ert sko allveg að standa þig í múttu hlutverkinu dúllan mín :)
Sigrún K (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 20:10
Úff Kristófer "litli" bara kominn með kærustu!!
Hversu skrítið var fyrir þig að heyra það?
Það er sko hægt að finna mörg orð til að lýsa þessum frábæra strák sem þú átt.
Hann er ; frábær, skýr, duglegur, sjálfstæður, þrjóskur, sætur, spes, skemmtilegur, fyndinn, kurteis, gömul sál og margt fleira.
Margt er hans persónuleiki en margt er líka uppeldinu að þakka, sem hann hefur fengið hjá frábærri og duglegri mömmu.
Elísa þú ert frábær
Fjóla Lind (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 23:23
Hvaðan fær hann þessa dramatískutakta...hmmm....haa.....híííííí....... Hef alltaf sagt það að Kristófer er alveg eins og þú... og hér með sannaðist það forever ;)
Ástarknús í krús til þín og vá hvað ég þarf að fara að koma í heimsókn-svona áður en þú flytur frá mér
Berglind Ósk (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 13:15
maður fær nú auka hjartaslög þegar maður les þetta að barnabarnið sé komið með kærustu, þá fer ég nú bara að hugsa hvað ég sé gömul. Hann er nú yndislegur . Nú er bara vika þar til ég sé hann og vona bara að hann hafi nægann tíma fyrir ömmu "gömlu"
Bestu kveðjur, amma og mamma
Anna María (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.