17.5.2007 | 15:59
þá er það komið á hreint..
þeir sem okkur þekkja vita að við erum að fara að flytja til akureyrar í sumar og auðvitað kemur Kristófer, sonur minn, með. En það sem við vorum einnig að vonast eftir væri að fá Sunnu líka.. stjúpdóttur mína. Mamma hennar er að fara til London í haust í nám og ætlar ekki að taka hana með. Okkur fannst þá hið eðlilegasta mál að hún yrði hjá okkur; pabba sínum, stjúpu og stjúpbróður. En nei! svo aldeilis ekki.. mamma hennar ákvað að stelpan yrði hjá foreldrum hennar; ömmu og afa Sunnu. við ræddum þetta fram og tilbaka en hún var óhagganleg! Við höfum ath okkar rétt; eða rétt föðursins.. og hann er enginn!! af því að hann er forsjáslausa foreldrið þá skiptir engu hvað þrætum, móðirin ræður, punktur! Ef við viljum sameiginlegt forræði þá verður hún að skrifa undir samþykki (sem hún mun aldrei gera). Það eina sem við gætum mögulega gert er að stefna henni og sækja um fullt forræði sem við ætlum okkur ekki. Við erum ekki að leitast eftir því að taka barnið frá henni, heldur að fá að hafa hana hjá okkur meðan mamman er erlendis í námi.
Það er ömurlegt að vita hvað það eru margir pabbar þarna úti sem vilja hafa börnin sín miklu meira en þeir fá ''leyfi'' til, af því að mamman bannar...
Nú eru þessar blessuðu rauðsokkur alltaf að berjast fyrir jafnrétti (ef að jafnrétti mætti kalla) þær verða ekki sáttar fyrr en þær taka yfir heiminn! En hvað með jafnrétti karlmanna?? Vinkona mín sem er í skóla sagði mér að rétt fyrir kosningar hafði Kolbrún hjá VG komið og spjallað við bekkinn, vinkona mín spurði hana þá hvort það ætti að breyta þessu með forsjáslausu pabbana (því mæður hafa alltaf réttinn).. svarið var einfalt; NEI!! þetta er bara fínt eins og það er.. fyrirgefðu..höhömm.. fínt fyrir hvern? fyrir hana? fyrir vinkonu hennar? fyrir baráttu kvenna í jafnréttismálum? hvað er jafnrétti?? getur einhver þarna úti útskýrt það fyrir mér!! ég er ekki að ná skilgreiningunni á þessu.. bara hreinlega ekki..
en svona standa málin og það er ekkert sem við getum gert meira.. og þá er ég búin að tjá mig um þetta mál. búið.
takk í bili
Athugasemdir
Hæ sæta,
ég sá á msn-inu að þú ert komin með blogg. Leiðinlegt að heyra með Sunnu, en skemmtilegt að þið skylduð kíla á AKU ;)
Vonandi gengur glasafrjógvunin vel ... :)
Verðum svo að fara að hittast.
Kv. Sigga P.
Sigga P. (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.