14.5.2007 | 12:15
3 sólahringar liðnir..
..síðan uppsetningu. Finnst eins og það séu frekar 2 vikur!! ''Bara'' 11 dagar þangað til ég fer í blóðprufu.. úfff ég er orðin uppiskroppa með þætti á netinu sem ég hef áhuga á að horfa.. hef ekki eirð í mér að lesa, veit ekkert hvað ég á að skrifa hér því það er ekki eins og það sé svo brjálað mikið að gerast hjá mér sem ég svo deilt með ykkur ekki nema ykkur finnist gaman að heyra um það að ég hef ekki sett á maskara í viku!!!! ALARM !!! ég hef ekki vaskað upp, sett í vél, þurrkað af, þrifið WC, skúrað eða gert neina heimilisverk, kallinn sér um þetta allt saman núna.. yfir hverju er ég að kvarta þá? hmmm... það liggur við að ég sakni þess að þrífa dolluna
Ég fékk smá verki í gærkvöldi, reyndar voru þeir mjög vondir! Hringi á læknavaktina og tala við hjúkku sem að fullvissir mig um að þetta hljóti að vera eðlilegt og segir að eggið gæti verið að festa sig og þá fái maður stundum verki...man ekki eftir því frá fyrri meðgöngu (enda 10 ár síðan) en hún hvatti mig til þess að hringja uppí Art Medica daginn eftir og tala við sérfræðing. Svo tala ég við sérfræðing áðan og hún segir mér að þetta séu líklega eftirköst eftir eggheimtuna.. ok.. ég sem var búin að gera mér vonir um að krílið væri að koma sér fyrir, en neinei, bara leiðindakrampar eftir eggheimtu! En ég spurði hana samt útí þetta með það sem hjúkkan hafði sagt mér og sú von var nú bara aldeilis hrifsuð af mér þegar hún svaraði því að það væri líklegast ekki og að konur fengju ekki verki þegar eggið væri að festa sig..
oh well.. þá bara held ég áfram að liggja og hugsa.. jamm því það er svo asskoti gott að hafa mikinn mikinn tíma í að hugsa á svona stundum
En hey... allar afþreyinga-uppástungur vel þegnar...
takk í bili
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.