13.5.2007 | 11:16
Guð er dauður...
..eða það sagði Nietzsche allavega á sínum tíma! En hvað veit ég? Ég ligg bara uppí rúmi nánast allan sólahringinn þessa dagana, en þá fer maður líka oft að hugsa...
Mér finnst voða gaman að spá í trúarmálum, hefur fundist það síðan ég var ''rúmlega'' unglingur. Ef einhver spyr hvort ég sé trúuð, á ég alltaf erfitt með svar. Ég gæti vel sagt að ég sé trúuð því jú ég trúi á eitthvað! En ég get ekki flokkað trú mína, ég get ekki sagt ,,já ég er mótmælandi'' eða neitt slíkt. Ef að fólk biður mig að útskýra, getur það tekið marga klukkutíma að útskýra. Því hvernig útskýrir maður eitthvað sem maður er ekki alveg 100% viss um? Trúi ég á Biblíuna? nei ég get ekki sagt það. Mér finnst sú bók vera upphaf allra Gróu á Leiti! Skrifuð ca 200 árum seinna! Halló folkens!! Svo geta þeir bara breytt eftir vild, hvað er með þetta nýja og gamla testament? Hverju á maður að trúa? Þeir sem voru á lífi þegar ''gamla'' testamentinu var skipt út fyrir ''nýja'' testamentinu, áttu þeir bara að taka því þegjandi? 'Oóóó er búið að breyta núna? Megum við ekki lengur drekkja nornum né henda heiðingjum í logandi bál? ok..................
Trúi ég á Jesús? jaahhh já eiginlega. Ég trúi að maður að nafni Jesús hafi verið til. Hann var á undan sínum samtíma og góður maður. Hann gæti einnig haft lækningamátt sem fólk trúði að væri vegna þess að hann var jú sonur Guðs (sem ég er ekki alveg viss um). En svona lít ég á Jesús, ég get hugsað til hans með hlýju, ég gæti jafnvel trúað að hann vaki yfir okkur.. en lengra fer ég ekki. Ég trúi ekki að hann hafi breytt vatni yfir í vín eða labbað á vatni. Því ef við spáum í það.. á þessum tíma voru ekki til ísskápar eða frystikistur, ekki einu sinni vakúmvélar! Ég gæti því trúað að allt brauðið og vínið sem fólkið var að borða var farið að gerjast allhressilega og kannski voru bara allir á einhverju trippi??!!
Trúi ég á Guð? njee.. eiginlega ekki. Ég trúi ekki að það sé einhver kall með hvítt skegg sem vakir yfir ÖLLUM í heiminum (hlýtur að vera agalega þreytandi). Ég trúi ekki himnaríki sem slíkt; Gullna Hliðið og þess háttar, að einhver gaur að nafni Lykla-Pétur ákveði hver fái að rölta innum þetta merkilega hlið og hverjir þurfa að hunskast niður til gaursins með hornin og ofvaxna gaffalinn! Því lets face it; þetta er bara hroki! Förum við öll til helvítis ef við brjótum eitthvað af reglunum um boðorðin 10 og/eða dauðasyndirnar sjö? ég vona ekki því ég hef *ræskimig*; stolið, logið, talað illa um nágrannan, fundið fyrir öfund, afbrýðisemi, hatur, verið hrokafull og hégómaleg. Og ég hef örugglega yfir ævina einhverntíma ekki heiðrað foreldra mína... ef að þetta er allt satt með himnaríki og helvíti, þá er ég í vondum málum!
Hins vegar get ég kallað allt sem er gott í heiminum Guð. það þarf ekker að vera einhver einn kall eða einn andi.. bara allt það góða og jákvæða sem við getum sent og gefið frá okkur. Ég gæti skrifað endalaust meir, því ég er nú ekki alveg byrjuð að segja nákvæmlega hvað ég trúi á, en það kemur kannski bara seinna.
Þetta er allavega mín skoðun og þarf engan veginn að endurspegla mat þjóðarinnar!
takk í bili
Athugasemdir
ji, þessu hefði ég nú seint trúað, bara byrjuð að blogga Þetta er örugglega fínasta útrás. Allavega, er byrjuð að krossa fingur fyrir ykkar hönd síjú later
Rut (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 12:09
hahahahahaha!!! massa játningar í gangi !!!!
hólíhólí hvað ég er líka í vonum málum ef þetter allt saman rétt!!! *ræskimiglíka*
Þokkalegar pælingar í gangi hjá þér þessa dagana dúllan mín :)
Við höfum aldrei logið eða stolið er það nokkuð !!!??? hvað þá verið vondar... :)
*púkasvipskveðjafráHúsavík*
Sigrún K (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 15:37
ÚFF þú ert klárlega á leiðinni til helvítis eftir allar þínar syndir
Að fólk skuli getað trúað öllu sem er biblíunni og testamentunum, og reynt að fara eftir því, get ég seint skilið.
En ég er eins og þú Elísa mín trúuð á minn hátt og bara sátt við það.
Fjóla Lind (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.