kosningar...?

jæja hinn mikli kosningadagur er runninn upp! Og sólahringur síðan ég fór í uppsetningu...

Ég gæti trúað að annar hver bloggari sé að skrifa um kosningarnar, hvaða flokk á að kjósa, af hverju og af hverju ekki....

Minn maður ætlar að kjósa ákveðinn flokk vegna þess að helsta baráttumál þann flokks kemur sér einkarvel fyrir hans atvinnu. Mágkona mín ætlar að kjósa annan flokk því sá flokkur er að berjast fyrir málefni sem hentar henni einkar vel..

Nú er ég að pæla.. ég ligg uppí rúmi með lappir uppí loft og næ því að firra mig allri ábyrgð á þessum kosningadegi. EN allir flokkarnir hafa sína kosti og galla, og það sem þeir hafa sameiginlegt er jú að þeir lofa allir uppí ermina!! ætti ég að kjósa þann flokk sem berst mest fyrir mínum ''áhugasviðum'' eða þeim málefnum sem eru mér hvað hjartnæmast? Er það nógu góð ástæða? Ég held nefnilega að ég sé ekki sammála manninum mínum með það að fólk eigi að kjósa eftir loforðum..

Þrátt fyrir að ákveðinn flokkur sé að berjast rooosalega mikið fyrir mjög mikilvægu og brýnu málefni..er það samansemmerki að sá flokkur geti setið að stjórn í þessu landi??

Halo en hvað veit ég? ég ligg bara fyrir og les slúðrið um þetta allt saman á netinu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Issss þessir he****is flokkar lofa allir laaaaaangt uppí ermina á sér og í flestum tilfellum EKKERT að marka það sem þeir segja.....

 Best að liggja bara uppí rúmi og láta þennann dag framhjá sér fara :)

Kvitt og knús Sk

Sigrún K (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband