11.5.2007 | 19:49
Glasa....
jæja.. í dag fór ég í uppsetningu... var sem sagt í glasafrjóvgun
þetta byrjaði allt með sprautum þann 7. apríl sl. Síðan var eggheimta þ. 9. maí og fyrst hélt læknirinn minn (Þórður Óskarsson, Art Medica) að það yrði ekkert úr uppsetningu þar sem ég var víst að verpa eins og óð hæna! fyrir ykkur sem ekki fattið þá merkir það að það eru komin of mörg egg, m.ö.o. oförvun, þá er bara tekin eggin, þau frjóvguð og svo sett í frysti og uppsetning frestuð um ca 4 vikur. Skiljanlega var ég svekkt en svo þegar eggheimtu lauk þá kvað í Óskari að hann ætlaði sér nú bara víst að setja upp hjá mér, eggheimtan gekk það vel
nú svo mættum við galvösk í morgun, tilbúin í uppsetningu, Óskar bauð okkur i í spjall þar sem hann tjáði okkur að 19 egg hefðu náðst, 13 frjóvgast og þar af 8 með aðrar til fyrstu einkunn, sem er hreint ótrúlegur árangur þá yrði einn settur upp og 7 settir í frysti!
Það sem mér þótti merkilegast var að við fengum mynd af fósturvísnum!! þið vitið... þá er þetta bara hringlaga og fullt af frumum að ´skipta sér inní honum híhí það er varla hægt að útskýra þetta... en það er líka svo merkilegt að ég fékk barasta klump í hálsinn við að fá þessa mynd í hendurnar.. þetta varð allt svo raunverulegt! við erum búin að fara í 3 tæknisæðingar sem ekki hafa tekist, en þetta er allt svo miklu meira einhvernveginn..
en núna ligg ég bara uppí rúmi og hangi á netinu. Og þar sem mér leiddist svo í dag að þá ákvað ég að stofna blogg...hahaha eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast! þannig að það gæti frosið í helvíti..
allavega.... þá finnst mér voða gott að tjá mig um þetta mál, ákveðin útrás! vona bara að ég eigi ekki eftir að vera ævinlega vælandi og skælandi... gæti verið dáltið erfið næstu tvær vikurnar, eða þangað til niðurstöðurnar koma í ljós.. tekst þetta eða ekki? það er stóra spurning þessa mánaðar
takk í bili
Athugasemdir
Já nu hefur sko orðið frost í helvíti !!!!! Þú komin með blogg
Sem er reyndar mjög gott því þá get ég sko fylgst með þér
*krossaputta*
Taktu því ofur rólega næstu daga dúllan mín :)
Kvittkvittkvitt :)
Sigrún K (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 13:08
Hæ. Já nú eru rólegir tímar framundan, lappir upp í loft og láta "alla" snúast í kringum sig.
Þú hefur allavega góðann tíma til að blogga.
Taktu því nú rólega, smá skilaboð frá mömmu.
Sendum þér allar okkar góðu hugsanir, tví,tví.
kveðja mamma "gamla" í Norge
Anna Maria Kristjansdottir (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 16:00
Hi skvís
Þú ert orðin tölvunörd, ó mæ god! Þetta hélt ég að myndi aldrei gerast.
Hlakka til að sjá myndina:)
Þú veist að við krossum fingur og tær.
Knús í krús
Fjóla Lind (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.