einn daginn..

..vaknaði Þyrnirós af værum svefni (þá er ég ekki að tala um 100 ára fegrunarblundinum) heldur þeim svefni sem stafast af því að eiga prins á hvítum hesti sem vakti hana með blautum kossi og brokkaði með hana burt á hvíta hestinum inn í sólarlagið...

en endaði sagan virkilega þannig? ætli Þyrnirós hafi kannski vaknað fyrir alvöru nokkrum mánuðum seinna þar sem hún sat í kastalanum og góndi út um steingluggann dreymin á svip á meðan prinsinn sveiflaði hárinu á hvíta hestinum og veiddi í matinn? ætli hún hafi hugsað með sér:,,heyrðu bíddu nú við! á ég bara að húka í þessum kastala og vera prúð og sæt bara af því að einhver prins gat vakið mig með kossi?? ég held nú síður!'' Svo kannski vippaði hún sér af sætinu, klippti af sér á hárið, klæddi sig í buxur og rauk út á tún og orgaði á prinsinn:,,heyrðu félagi.. ég er farin að vinna og eiga mér líf fyrir utan þennan svokallaða kastala og þitt sjálfumglaða glott!''

á meðan horfði prinsinn ringlaður á eftir prinsessunni sinni ríða gleið á hesti í burtu frá kastalanum... svo hefur hann eflaust sagt hálfvandræðalegur við vini sína:,,hún er örugglega á þessu mánaðalega..'' á meðan hann klóraði sér í pungnum..

ég veit ekki af hverju ég fór að pæla í þessu - kannski af því að ég hef óneitanlega gaman af disney myndum en finnst alltaf jafn merkilegt hvað það er alltaf látið líta út eins og kvennhetjurnar verði ekki ''heilar'' manneskjur fyrr en prinsinn kemur og vippar þeim á hvíta hestinum, smá pæling.

annars er ég engin rauðsokka, er alveg með jafnrétti og allt það - en er kannski ekki það ýkt að vilja taka yfir heiminn.

en hver veit.. kannskii fannst Þyrnirós bara fínt að vera prúð og sæt í kastalanum sínum?

væri samt gaman ef hún hefði gert þetta..Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Iss ef þú hefðir ekki Rikka, þá sætirðu allann daginn og biðir eftir prinsi á hvítu hesti!

Nei, svona í alvöru talað þá fara vonandi fleiri að átta sig á því að, fólk þarf ekki endilega að eiga maka eða börn til að lifa hamingjusömu og góðu lífi. 

Fjóla Lind (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 20:16

2 Smámynd: xena

já hver veit hvernig lífið mitt væri án Rikka..

en hann er prinsinn minn í dag og hesturinn hans heitir Arnar frá Skagaströnd og er grænn á litinn

xena, 30.8.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband